Fyrstu skrefin með Reglu

Þetta er samantekt á skrefunum sem þarf til að komast af stað með Reglu.

1. Hvernig læri ég á Reglu? / nánar

  • Við erum með námskeið, bæði fjarfundir og upptökur
  • Við erum með ítarlega skjölun á kerfinu okkar sem er bæði aðgengilegt út Reglu og beint á https://hjalp.regla.is/
  • Þjónusta er innifalin hjá Reglu og hægt að senda póst á regla@regla.is hringja í 520 1200

2. Stofna aðgang / nánar

a. Farið á Reglu.is og veljið Nýskráning og fyllið inn viðeigandi upplýsingar

b. Sláið kóða úr tölvupóst inní Reglu og haldið áfram með því að smella á "Næst"

c. Veljið notendanafn og lykilorð

d. Fyllið inn upplýsingar um fyrirtækið

e. Veljið kerfiseiningar sem þið viljið og smellið á "Stofna aðgang"


3. Stofnið notendur / nánar og veitið aðgangsheimildir / nánar

a. Stofnið starfsmann

b. Útlutið aðgangsheimildum

4. Lesa inn gögn / 2 leiðir

a. Ef gögn eru ekki að koma út öðru kerfi getur verið þægilegt að nota innlestur á sniðmáti

i. Viðskiptavinir / nánar

ii. Vörur / nánar

iii. Færslur í fjárhagsbókhald / nánar

b. Ef gögn hafa verið lesin úr fyrra kerfi er er gott að nota innflutningsálfinn / nánar

5. Sækja um B2B tengingu og innheimtuþjónustu hjá banka (valkvætt) / nánar

a. Byrja þarf á að hafa samband við þjónustufulltrúa viðkomandi banka og sækja um B2B tengingu og innheimtuþjónustu.

b. Bankinn sendir notandanafn og lykilorð sem skrá þarf inn í Reglu og vista þegar þú sendir kröfur í fyrsta sinn.

c. Fylgið nánari skrefum til að stilla upp bankareikning, kröfum og merkja viðskiptavini.

6. Sækja um rafræna reikninga (valkvætt) / nánar

Til að sækja um rafræna reikninga velur þúStjórnun / Viðhald skráa / Sækja um rafræna reikninga 

1. velur skeytamiðlara2. velur að Senda beiðni3. velur Senda og staðfesta beiðni

7. Sækja um þjóðskrá (valkvætt) / nánar

Til að sækja um þjóðskrá velur þúStjórnun / Viðhald skráa / Sækja um tengingu við þjóðskrá 

1. velur Senda beiðni til Ferlis2. velur Senda og staðfesta beiðni

8. Stilla upp útliti á reikning / nánar

a. Hægt er að breyta útliti á haus reikninga1. Hægt er að setja eigið vörumerki 2. Hægt er að birta upplýsingar um fyritækið

b. Upplýsingar um fyrirtækið notasta við þær upplýsingar sem er gefnar við nýskráningu 

c. Einnig er hægt að setja annan texta á haus og neðst á reikninga

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband