Stofna aðgang að Reglu

Hér sést ferlið við það að stofna aðgang að Reglu.

1. Að stofna aðgang að Reglu tekur örfáar mínútur og hefst með því að fara á regla.is og velja "Prófaðu frítt"

2. Næst er að fylla út:
a. Kennitölu fyrirtækis
b. Nafn fyrirtækis
c. Tölvupóstfang
d. Samþykkja skilmála með því að haka við
e. Velja "Prófaðu frítt

3. Við það kemur fram staðfesting um að nýskráning hafi tekist og póstur er sendur á uppgefið tölvupóstfang.

4. Í tölvupóstinum sem berst er:
a. hlekkur sem þarf að smella á til að halda áfram með skráninguna, smelltu á hlekkinn
b. notaðu notendanafn og lykilorð í innskráningu í næsta skrefi

5. Skráðu þig inn í Reglu
a. notaðu notenda nafnið sem þú fékkst í póstinum
b. notaðu lykilorðið sem þú fékkst sent í póstinum 
c. veldu "Innskrá"

6. Síðasta skrefið er að fylla út ítarupplýsingar um fyrirtækið
a. Símanúmer
b. Heimlisfang
c. Póstnúmer
d. Land
e. Velja "Iceland Regla" nema annað hafi verið rætt við starfsfólk Reglu
f. Veldu þau kerfi sem þú vilt nota í Reglu
g. Veldu ''Áfram'' til að klára að skrá þig í Reglu

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband