Flytja inn skrá með Innflutningsálf

Ef þú ert með skrá í Excel eða CSV sniðmáti sem inniheldur gögn sem þú vilt koma í Reglu er hægt að nota Innflutningsálfinn til að lesa þau inn án þess að setja í sniðmát fyrst.

Til að lesa inn gögn með Innflutningsálfinum veldu
Stjórnun / Viðhald skráa / Innflutningsálfur

  1. veldu tegund gagna sem þú þarft að lesa inn
  2. veldu skilatákn skráar ef um CSV skjal er að ræða
  3. veldu skjalið sem þú ætlað að lesa inn
  4. veldu Hlaða upp skrá

Sem dæmi erum við með vöru innlestur hér og búið að hlaða upp skrá en eftir að samstilla dálka og klára innlestur 

  1. hægt er að sýna reglur sem eiga við hvern reit í vöruskrá
  2. hægt er að velja gildi fyrir reiti sem eru auðir í skjali sem verið er að lesa inn
  3. hægt er að haka við að uppfæra vörur sem eru þegar til
  4. hægt er að velja sniðmát sem passar við þá skrá sem verið er að lesa inn ef það er til
  5. veldu réttann dálk í Reglu sem passar við dálkinn í skjalinu sem verið er að lesa inn
  6. veldu að Flytja inn til að lesa inn skrá
  7. hægt er að villuleita áður en farið er í innlestur

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband