Flytja inn skrá með Innflutningsálf
Ef þú ert með skrá í Excel eða CSV sniðmáti sem inniheldur gögn sem þú vilt koma í Reglu er hægt að nota Innflutningsálfinn til að lesa þau inn án þess að setja í sniðmát fyrst.
Til að lesa inn gögn með Innflutningsálfinum veldu
Stjórnun / Viðhald skráa / Innflutningsálfur
- veldu tegund gagna sem þú þarft að lesa inn
- veldu skilatákn skráar ef um CSV skjal er að ræða
- veldu skjalið sem þú ætlað að lesa inn
- veldu Hlaða upp skrá
Sem dæmi erum við með vöru innlestur hér og búið að hlaða upp skrá en eftir að samstilla dálka og klára innlestur
- hægt er að sýna reglur sem eiga við hvern reit í vöruskrá
- hægt er að velja gildi fyrir reiti sem eru auðir í skjali sem verið er að lesa inn
- hægt er að haka við að uppfæra vörur sem eru þegar til
- hægt er að velja sniðmát sem passar við þá skrá sem verið er að lesa inn ef það er til
- veldu réttann dálk í Reglu sem passar við dálkinn í skjalinu sem verið er að lesa inn
- veldu að Flytja inn til að lesa inn skrá
- hægt er að villuleita áður en farið er í innlestur