Hlutverk og aðgangsstýringar

Aðgangsstýringar í Reglu eru kölluð hlutverk

Við innskráningu í Reglu býður kerfið uppá að velja hvaða hlutverk notandinn á að vera með og einnig þegar verið er að stofna starfsmann.

Ef á að taka út hlutverk af starfsmanni eða bæta við hlutverkum þarf að fara í  Stjórnun > Viðhald skráa > Hlutverk

clip0080

Hlutverk birtast fyrir þær kerfiseiningar sem fyrirtæki eru skráð með í áskrift.

Til þess að  bæta við/taka út hlutverk á starfsmann þarf að ýta á þetta tákn og haka í hvaða starfsmenn er verið að vinna með.

clip0081

Til þess að velja  hvaða hlutverk á að taka út eða bæta við, þarf að ýta á þetta tákn og haka í rétt hlutverk

clip0082

fyrirtæki með einungis einum starfsmanni ætti aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af þeim þar sem fyrsti starfsmaður fyrirtækis fær sjálfkrafa aðgang að öllu í þeim kerfum sem keypt eru. Allar aðgangsstýringar kerfisins stýrast af svokölluðum hlutverkum. Hvert hlutverk inniheldur eina eða fleiri síður en segja má að hver síða sé ein skjámynd. Hverjum starfsmanni er úthlutað einu eða fleiri hlutverkum og þannig er hægt að stjórna því hvaða síður hver starfsmaður getur skoðað.

Umsýsla hlutverka fellst í stofnun og umsjón.  Kerfið kemur með örfáum fyrirfram skilgreindum hlutverkum sem ekki er hægt að breyta eða eyða. Þessi hlutverk ættu að duga allflestum smærri fyrirtækjum og hjá þeim ætti umsjón hlutverka aðallega að snúast um að úthluta hlutverkum á nýja starfsmenn.

Þegar smellt er á hlutverk kemur upp tafla yfir öll þau hlutverk sem eru í boði. Fimm dálkar eru í töflunni, í fyrsta dálkinum fer fram umsýsla með starfsmenn, í öðrum dálkinum fer fram umsýsla með síður, í þriðja dálkinum kemur fram fyrir hvaða kerfi hlutverkið gildir, í fjórða dálkinum kemur fram nafn hlutverks og í þeim fimmta eru aðgerðir sem hægt er að framkvæma á hlutverkið. Ekki er hægt að framkvæma aðgerðir á fyrirfram skilgreind hlutverk og því er fimmti dálkurinn auður fyrir þau.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband