Flytja inn skrá - Vörur

Hægt er að flytja inn skrár í Reglu með einföldum innlestri.

Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðru kerfi.

Þau gögn sem oftast eru flutt inn, eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki og fl.

Nota má sniðmát sem til eru inni í Handbækur og Stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið excel skjal.

ATH að mjög mikilvægt er að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.

Flytja inn skrá:

 • Fara þarf í Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá
 • Velja tegund af skrá sem lesa á inn með þvi að haka í réttan reit
 • Velja skránna sem búið er að vista og er í sniðmáti frá Reglu. Ýta á Choose File
 • Haka í Skrá inniheldur hausalínu ef hausalínan í sniðmátinu á að vera með.
 • ATH að það má eyða út úr skjalinu hausalínunni, sem er fyrsta línan í sniðmáts skjalinu, en það má ALLS EKKI eyða út dálkum í skjalinu.
 • Ef einhverjir dálkar í skjalinu eiga ekki við, þarf að skilja þá eftir tóma.
 • Ef verið er að lesa inn gögnin Viðskiptamenn og vilji er fyrir að uppfæra þá viðskiptamenn sem eru til núþegar, þarf að haka í Uppfæra viðskiptamenn sem eru til
 • Í dálkinn Skiltitákn skráar á yfirleitt að vera semí komma clip0106 stundum eru þó grunnstillingar á tölvunni með öðrum hætti þá má prófa að nota "kommu" sem skiltákn
 • Vöruskrá þarf að vera samansett af eftirfarandi svæðum og röð:

  1.Vörunúmer, 2.Heiti (Vara), 3.Vöruflokkur, 4.Birgi (kennitala birgja), 5.Smásöluverð án vsk (ef við á annars 0), 6.Heildsöluverð án vsk (ef við á annars 0), 7.Kostnaðarverð, 8.Virðisaukaskattur, 9.Leyfa afslátt (0=nei/1=já), 10.Hámarksafsláttur, 11.Stutt lýsing, 12.Löng lýsing, 13.Má yfirrita verð (0=nei/1=já),14.Er vara í birgðabókhaldi (0=nei/1=já)

  Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.

  Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villu leit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.

  Vörunúmer þarf að vera einkvæmt, ekki er nauðsynlegt að það sé númer þar sem bæði tölustafir og bókstafir eru leyfðir.

  Heiti er heiti vöru eða það sem er merkt Vara í skráningu vöru í Reglu kerfinu.

  Vöruflokkur er heiti vöruflokks. Ef vöruflokkurinn er ekki til í kerfinu, þá er hann stofnaður.

  Kennitala birgja þarf að vera til í viðskiptamannaskrá. Þetta svæði má vera autt.

  Smásöluverð, kerfið gefur möguleika á því að fyrirtækið sé skilgreint sem smásala, heildsala eða bæði innan Reglu kerfisins og því er hægt að setja bæði verðin inn þegar verið er að flytja inn skrá. Ef vara hefur ekkert smásöluverð er einfaldlega sett 0 í þetta svæði.

  Heildsöluverð, kerfið gefur möguleika á því að fyrirtækið sé skilgreint sem smásala, heildsala eða bæði innan Reglu kerfisins og því er hægt að setja bæði verðin inn þegar verið er að flytja inn skrá. Ef vara hefur ekkert heildsöluverð er einfaldlega sett 0 í þetta svæði.

  Kostnaðarverð, ef kostnaðarverð er skráð á vöru er hægt að sjá samtals kostnaðarverð seldra vara í öllum fyrirspurnum í sölukerfi. Ef ekki er þörf á kostnaðarverði er sett 0 í þetta svæði.

  Dæmi um nokkrar línur væri:

  4500;Pappír A4;100;1601542179;500;300;100;24,0;1;10;1;1

  4501;Pappír A3;200;1601542179;600;400;200;11,0;1;15;0;0

  Til að lesa inn vörur þarf að fara í gegnum eftirfarandi skref, ef eftirfarandi á við. 

  1. Lesa inn vörur með sniðmáti 2. Vörur til að stofna vörur (ef móðurvörur & afbrigði þá stofnast bæði en tenjast ekki)
  2. Lesa inn vöruafbrigði með sniðmáti 22. Vöruafbrigði til að stofna tengja vöruafbrigði við móðurvörur (móðurvörur stofnast ef ekki til) 
  3. Lesa inn verð með vsk. með sniðmáti 11. Vöruverð til að fá verð með vsk.
  4. Lesa inn strikamerki með sniðmáti 3. Strikamerki til að fá strikamerki vegna verðmerkingar
  5. Lesa inn birgðir með sniðmáti 4. Birgðir til að fá birgðastöðu inn
  Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

  Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband