Flytja inn skrá - Viðskiptamenn
Hægt er að flytja inn skrár í Reglu með einföldum innlestri.
Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðru kerfi.
Þau gögn sem oftast eru flutt inn, eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki og fl.
Nota má sniðmát sem til eru inni í Handbækur og Stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið excel skjal.
ATH að mjög mikilvægt er að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.
Flytja inn skrá:
Viðskiptamannaskrá þarf að vera samansett af eftirfarandi svæðum og röð:
1.Kennitala, 2.Nafn, 3.Heimilisfang, 4.Póstnúmer, 5.Borg, 6.Land, 7.Sími, 8.GSM sími, 9.Netfang, 10.Afsláttur, 11.Reikning í tölvupósti (0=nei/1=já), 12.Tölvupóstfang fyrir reikninga, 13.Innheimtumáti (1-8, sjá lýsingu í kafla 12.3.4) . Ef valinn er innheimtumáti 7 þarf áður að vera búið að skrá inn kröfustillingar undir Sölukerfi > Stjórnun > Kröfur stillingar
Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.
Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villuleit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.
Kennitala er notuð sem viðskiptamannanúmer og þarf því að vera einkvæm. Ef viðskiptamaður hefur ekki kennitölu, til dæmis vegna þjóðernis (Land annað en Ísland) má kennitala vera allt að 20 tölustafir og/eða bókstafir (þó ekki sér íslenskir stafir).
Póstnúmerið þarf að vera íslenskt, þriggja stafa tala, ef heimilisfangið er erlent þarf póstnúmerið að vera 999. Listi yfir gild póstnúmer má sjá hér:
Ekki er gerð krafa um að setja inn borg nema heimilisfangið sé erlent en það er góð regla að gefa alltaf upp borg.
Mikilvægt er að Land sé rétt sett inn þar sem kerfið gengur út frá því að landið sé Ísland ef það kannast ekki við landið. Listi yfir þau lönd sem kerfið þekkir á því formi sem kerfið skilur er gefinn hér:
Þess er krafist að netfang sé löglegt (þ.e. einkenni, lén og landskóði til dæmis regla@regla.is).
Afsláttur þarf að vera tala á bilinu 0 og 100.
Dæmi um eina línu væri:
9912345678;Jón Jónsson;Milligata 11;101;Reykjavík;Ísland;5555555;5555554;regla@regla.is;10;1;regla2@regla.is;4