Bankatenging - Uppsetning og stillingar

1. Sækja um bankatengingu hjá viðskiptabanka

Byrja þarf á að hafa samband við þjónustufulltrúa viðkomandi banka og sækja um B2B tengingu og innheimtuþjónustu. Bankinn sendir notandanafn og lykilorð sem skrá þarf inn í Reglu og vista.

Ekki er hægt að skrá notandanafn og lykilorð fyrr en búið er að framkvæma þær stillingar sem verða útskýrðar í næstu skrefum.

*ATH gott er að prufa að tengjast inn í fyrirtækjabankann með nýju notandanafni og lykilorði. Þannig er hægt að fulltryggja að allt sé rétt áður en uppsetning hefst.

2. Skilgreining bankareikninga og útsendar kröfur, vaxtatekjur o.fl.

Áður en sóttar eru færslur af bankareikningum þarf að skilgreina bankareikning undir Bókhald / Stjórnun / Skilgreining bankareikninga.

  1. Sláðu inn lýsingu á skilgreiningunni - má vera hvað sem er
  2. Veldu bankann þinn í fellilistanum
  3. Sláðu inn reikningsnúmerið þitt
  4. Sláðu inn bókhaldslykill (7810 er sjálfgefinn lykill fyrir bankareikninga)
  5. Smelltu á ''Skrá''

Áður en sendar eru kröfur þarf að skilgreina útsendar kröfur, vaxtatekjur o.fl. Það er gert með því að velja:

Sölukerfi / Stjórnun / Skilgreining, útsendar kröfur, vaxtatekjur o.fl.

  1. Sláðu in lýsingu á skilgreiningunni - má vera hvað sem er
  2. Veldu bankann þinn í fellilistanum
  3. Veldu bókhaldslykil fyrir seðilgjald (gott að nota sjálfgefinn lykil)
  4. Veldu bókhaldlykil fyrir vexti og kostnað (gott að nota sjálfgefinn lykil)
  5. Veldu bókhaldslykil fyrir fjármagnstekjuskatt (gott að nota sjálfgefinn lykil)
  6. Smelltu á ''Skrá/Uppfæra''

3. Skrá upplýsingar um banka í kröfustillingar

Áður en stofnaðar eru kröfur í kerfinu þarf að stofa innheimtuþjónustu í viðkomandi banka. Skrá bankaupplýsingar í kröfustillingar undir Sölukerfi / Stjórnun / Kröfustillingar. Athugið hvort rétt bankatenging sé valin undir Sölukerfi / Stjórnun / Skilgreining útsendar kröfur.

Auðkenni
Arion : 001

Íslandsbanki: IAA

Landsbankinn: 037

4. Velja innheimtumáta Reikn og krafa A. á viðskiptavin eða reikning

Ef senda á reikn sem kröfu til viðskiptabanka viðskiptavinar þarf að velja innheimtumáta á viðskiptamannaspjaldi "Reikn. og krafa A" við það verður það sjálfgefinn innheimtumáti þegar reikningur er stofnaður á þann viðskiptavin.

5. OCR lína á sölureikninga

Undir Stjórnun / Viðhald skráa / Fyrirtækið er hægt að skilgreina OCR línu á alla reikninga sem verða gerðir. OCR lína eru kröfuupplýsingar sem gerir það að verkum að hægt er að greiða reikning ef krafa er ekki send í banka.

6. Senda launagreiðslur út Reglu í bankann

Ef senda á launabókhald beint í banka úr Reglu þarf að skrá inn banka fyrirtækisins í grunnupplýsingum í launabókhaldinu. Grunnupplýsingar eru að finna undir Launabókhald / Viðhald skráa / Grunnupplýsingar.


Ef ekki gengur að lesa inn og/eða senda kröfur í Reglu og

  • notendanafn
  • lykilorð
  • bankanúmer
  • auðkenni

eru sannarlega rétt sem verið er nota þá getur verið að kennitalan sem bankinn er að nota sé ekki rétt á búnaðarskilríkjum en hún á að vera kt. 511186-1889 sem er kt. Fakta.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband