Bankatenging - Uppsetning og stillingar

1. Sækja um bankatengingu hjá viðskiptabanka

Byrja þarf á að hafa samband við þjónustufulltrúa viðkomandi banka og sækja um B2B tengingu og innheimtuþjónustu.
Bankinn sendir notandanafn og lykilorð sem skrá þarf inn í Reglu og vista.

Ekki er hægt að skrá notandanafn og lykilorð fyrr en búið er að framkvæma þær stillingar sem verða útskýrðar í næstu skrefum.

*ATH gott er að prufa að tengjast inn í fyrirtækjabankann með nýju notandanafni og lykilorði. Þannig er hægt að fulltryggja að allt sé rétt áður en uppsetning hefst.

2. Skilgreining bankareikninga

Áður en sóttar eru færslur af bankareikningum þarf að skilgreina bankareikning undir Bókhald > Stjórnun > Skilgreining bankareikninga.

3. Skrá upplýsingar um banka í kröfustillingar

Áður en stofnaðar eru kröfur í kerfinu þarf að stofa innheimtuþjónustu í viðkomandi banka.
Skrá bankaupplýsingar í kröfustillingar undir Sölukerfi > Stjórnun > Kröfustillingar.
Athugið hvort rétt bankatenging sé valin undir Sölukerfi > Stjórnun > Skilgreining útsendar kröfur.

4. OCR rönd á sölureikninga

Undir Stjórnun > Viðhald skráa > Fyrirtækið er hægt að skilgreina OCR rönd á alla reikninga sem verða gerðir.
OCR rönd eru kröfuupplýsingar sem gerir það að verkum að hægt er að greiða reikning ef krafa er ekki send í banka.

5. Senda launagreiðslur út Reglu í bankann

Ef senda á launabókhald beint í banka úr Reglu þarf að skrá inn banka fyrirtækisins í grunnupplýsingum í launabókhaldinu. Grunnupplýsingar eru að finna undir Launabókhald > Viðhald skráa > Grunnupplýsingar.

Svaraði þetta spurningunni? Thanks for the feedback There was a problem submitting your feedback. Please try again later.

Still need help? Contact Us Contact Us