Flytja inn skrá
Hægt er að flytja inn skrár í Reglu með einföldum innlestri.
Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðru kerfi.
Þau gögn sem oftast eru flutt inn, eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki og fl.
Nota má sniðmát sem til eru inni í Handbækur og Stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið excel skjal.
ATH að mjög mikilvægt er að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.
Flytja inn skrá:
Fara þarf í Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá
Velja tegund af skrá sem lesa á inn með þvi að haka í réttan reit
Velja skránna sem búið er að vista og er í sniðmáti frá Reglu. Ýta á Choose File
Haka í Skrá inniheldur hausalínu ef hausalínan í sniðmátinu á að vera með.
ATH að það má eyða út úr skjalinu hausalínunni, sem er fyrsta línan í sniðmáts skjalinu, en það má ALLS EKKI eyða út dálkum í skjalinu.
Ef einhverjir dálkar í skjalinu eiga ekki við, þarf að skilja þá eftir tóma.
Ef verið er að lesa inn gögnin Viðskiptamenn og vilji er fyrir að uppfæra þá viðskiptamenn sem eru til núþegar, þarf að haka í Uppfæra viðskiptamenn sem eru til
Í dálkinn Skiltitákn skráar á yfirleitt að vera semí komma stundum eru þó grunnstillingar á tölvunni með öðrum hætti þá má prófa að nota "kommu" sem skiltákn
Leiðbeiningar fyrir:
Viðskiptamenn
Vörur
Strikamerki
Birgðir
Áskriftarfærslur
Auðkennisnúmer fyrir verkbókhald
Færslur í fjárhagsbókhald
Tímafærslur í launakerfi
Kreditkortaupplýsingar
Kreditkort, sýndarnúmer
Vöruverð
Vörutalning
Vörutalning (vörunúmer)
Flokkun viðskiptamanna
Vörukaup
Launþegar
Útsöluverð
Vörutaxtar/afslættir
Geymdir reikningar
Geymdir reikningar - afbrigði 1
Vöruflokkar
Vöruafbrigði
Products to Product Group
B2B Starfsmenn
Myndir af vörum, ZIP skrá
Vörur viðbætur