Flytja inn skrá - Launþegar
Hægt er að flytja inn skrár í Reglu með einföldum innlestri.
Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðru kerfi.
Þau gögn sem oftast eru flutt inn, eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki og fl.
Nota má sniðmát sem til eru inni í Handbækur og Stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið excel skjal.
ATH að mjög mikilvægt er að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.
Flytja inn skrá:
Færsla þarf að vera samansett af eftirfarandi svæðum og röð:
1.Kennitala, 2.Nafn, 3.Heimilisfang*, 4.Póstnúmer*, 5.Borg*, 6.Sími 1, 7.Sími 2*, 8.GSM Sími*, 9.Orlofs reikningur*, 10.Orlofs prósenta* 11. Bankareikningur, 12. Númer lífeyrissjóðs**, 13. Lífeyrissjóður*, 14. Séreignasjóðs prósenta*, 15. Númer séreignasjóðs* 16. Séreignasjóður*, 17. Númer stéttarfélags*, 8. Stéttarfélag*
* Má sleppa
** Sjóður / Félag verður að vera skráð í Reglu með þessu númeri
Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.
Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villuleit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.
Kennitala er notuð til þess að auðkenna launþega og þarf því að vera einkvæm.
Póstnúmerið þarf að vera íslenskt og þriggja stafa tala. Ef heimilisfang er erlent þarf póstnúmerið að vera 102, listi yfir gild póstnúmer er gefinn hér.
Ekki er gerð krafa um að setja inn borg nema heimilisfangið sé erlent en það er góð regla að gefa alltaf upp borg.
Nauðsynlegt er að hafa orlofs bankareikninga rétta og er orlofs prósentan stimpluð inn sem venjulegar tölur, t.d. 10.
Fyrir lífeyrissjóði þarf að stimpla inn auðkennis númer fyrir lífeyrissjóðinn ásamt nafni lífeyrissjóðsins í næsta dálk.
Einnig þarf að stimpla inn prósentu sem borga á í séreignasjóð ásamt auðkennis númeri og nafni séreignasjóðsins.
Sama gildir um stéttarfélags dálkana þar sem fyrst þarf að koma fram auðkennis númer stéttarfélags og næst nafn á stéttarfélagi.
Hægt er að finna upplýsingar um stéttarfélög hér og lífeyrissjóðina hér.
Dæmi um línu væri:
9912345678;Jón Jónsson;Milligata 11;101;Reykjavík;5555555;5555554;5555553; 111111111111;10; 111111111112;1005;
Almenni lífeyrissjóðurinn;4;1821;Lífsverk séreign;2112; Efling stéttarfélag