Flytja inn skrá - Tímafærslur í launakerfi

Hægt er að flytja inn skrár í Reglu með einföldum innlestri.

Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðru kerfi.

Þau gögn sem oftast eru flutt inn, eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki og fl.

Nota má sniðmát sem til eru inni í Handbækur og Stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið excel skjal.

ATH að mjög mikilvægt er að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.

Flytja inn skrá:

  • Fara þarf í Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá
  • Velja tegund af skrá sem lesa á inn með þvi að haka í réttan reit
  • Velja skránna sem búið er að vista og er í sniðmáti frá Reglu. Ýta á Choose File
  • Haka í Skrá inniheldur hausalínu ef hausalínan í sniðmátinu á að vera með.
  • ATH að það má eyða út úr skjalinu hausalínunni, sem er fyrsta línan í sniðmáts skjalinu, en það má ALLS EKKI eyða út dálkum í skjalinu.
  • Ef einhverjir dálkar í skjalinu eiga ekki við, þarf að skilja þá eftir tóma.
  • Ef verið er að lesa inn gögnin Viðskiptamenn og vilji er fyrir að uppfæra þá viðskiptamenn sem eru til núþegar, þarf að haka í Uppfæra viðskiptamenn sem eru ti
  • Í dálkinn Skiltitákn skráar á yfirleitt að vera semí komma  clip0106 stundum eru þó grunnstillingar á tölvunni með öðrum hætti þá má prófa að nota "kommu" sem skiltákn

    Tímafærslan þarf að innihald upplýsingar í þessum dálkum, í réttri röð

    1.Kennitala starfsmanns
    2.Launaliður númer
    3.Tímafjöldi
    4.Úttekt (má sleppa)
    5.Tímabil til


    Ekki skiptir máli hvort skráin inniheldur eina samtölufærslu pr. launþega,  pr. launalið, eða margar færslur.

    Tímafjöldi getur innihaldið starfshlutfall ef launaliður er mánaðarlaun (0,75 = 75% starfshlutfall).

    Úttekt getur verið t.d. vöruúttekt sem draga á frá launum. Ef notandi ætlar ekki að nota svæðið „Úttekt“ getur hann gert það óvirkt undir Röð dálka í innlestri undir  Launabókhald>Viðhald skráa>Stýringar fyrir innflutning tímaskráning.
    Tímafærslan má innihalda önnur svæði sem launakerfið notar ekki. Stýringar fyrir innlestur færslna eru skilgreindar undir  Launabókhald>Viðhald skráa>Stýringar fyrir innflutning tímaskráninga. Þar er skilgreint hvar ofangreind svæði, sem krafa er um, eru í færslunni,  hvaða launaliðsnúmer í færslu varpast yfir í viðeigandi launalið í launakerfinu og form á dagsetningu í  “Tímabil til”.Stýringar sem fylgja kerfinu eru skilgreindar þannig að þær virka fyrir tímafærslur úr kerfinu “Tímon” og ætti ekki að þurfa að breyta neinu fyrir innlestur úr því kerfi.


    Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.

    Tímafjöldi og úttekt mega vera með aukastöfum og skiptir þá ekki máli hvort notaður er punktur eða komma.

    Tímafærslur sem fluttar eru inn í kerfið fara í gegnum villuleit:

    Starfsmaður þarf að vera til í launakerfi.

    Launaliður (númer), þ.e. sá launaliður sem innlesinn launaliður varpast í skv. stýringum fyrir innlestur,  þarf að vera skilgreindur á starfsmanni.

    Tímabil til má ekki vera á tímabili sem þegar hafa verið reiknuð laun fyrir. Þau svæði sem eru með villum eru sýnd með rauðum bakgrunni. Þær tímafærslur sem ekki eru teknar með vegna þess að launaliðurinn er ekki skilgreindur í stýringum eru sýndar með gulum bakgrunni.

    Dæmi um línur úr kerfinu Tímon:
    1601542179;1;;;104;27,04;0;Deild;010814;310814
    1601542179;1;;;208;;25000;Deild;010814;310814

    Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

    Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband