Flytja inn skrá - Strikamerki
Hægt er að flytja inn skrár í Reglu með einföldum innlestri.
Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðru kerfi.
Þau gögn sem oftast eru flutt inn, eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki og fl.
Nota má sniðmát sem til eru inni í Handbækur og Stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið excel skjal.
ATH að mjög mikilvægt er að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.
Flytja inn skrá:
Færsla þarf að vera samansett af eftirfarandi svæðum og röð:
1.Vörunúmer, 2.Strikamerki
Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.
Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villuleit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.
Vörunúmer þarf að vera til í kerfinu fyrir.
Ekkert er skráð ef strikamerki er til fyrir, hvort sem er á þessa vöru eða aðra.
Dæmi um nokkrar línur væri:
3016;5468795783545
6106;6848792456543