Flytja inn skrá - Vöruverð

Hægt er að flytja inn skrár í Reglu með einföldum innlestri.

Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðru kerfi.

Þau gögn sem oftast eru flutt inn, eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki og fl.

Nota má sniðmát sem til eru inni í Handbækur og Stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið excel skjal.

ATH að mjög mikilvægt er að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.

Flytja inn skrá:

  • Fara þarf í Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá
  • Velja tegund af skrá sem lesa á inn með þvi að haka í réttan reit
  • Velja skránna sem búið er að vista og er í sniðmáti frá Reglu. Ýta á Choose File
  • Haka í Skrá inniheldur hausalínu ef hausalínan í sniðmátinu á að vera með.
  • ATH að það má eyða út úr skjalinu hausalínunni, sem er fyrsta línan í sniðmáts skjalinu, en það má ALLS EKKI eyða út dálkum í skjalinu.
  • Ef einhverjir dálkar í skjalinu eiga ekki við, þarf að skilja þá eftir tóma.
  • Ef verið er að lesa inn gögnin Viðskiptamenn og vilji er fyrir að uppfæra þá viðskiptamenn sem eru til núþegar, þarf að haka í Uppfæra viðskiptamenn sem eru til
  • Í dálkinn Skiltitákn skráar á yfirleitt að vera semí komma clip0106 stundum eru þó grunnstillingar á tölvunni með öðrum hætti þá má prófa að nota "kommu" sem skiltákn
    Færsla þarf að vera samansett af eftirfarandi svæðum og röð:
  • a.Vörunúmer
    b.Smásöluverð (ef við á annars tómt)
    c.Heildsöluverð (ef við á annars tómt)
    d.Kostnaðarverð (ef við á annars tómt)
    e.Er verð með vsk? (0=nei,1=já)

    Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.

    Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villuleit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.

    Vörunúmer þarf að vera til í kerfinu fyrir.

    Skrá verður í a.m.k. eitt af verðsvæðunum þremur. Ef viðkomandi svæði er tómt er verðið ekki uppfært.

    Gildi í síðasta dálknum („Er verð með vsk?“) hefur einungis áhrif á smásölu- og heildsöluverð (ekki kostnaðarverð).

    Dæmi um nokkrar línur væri:
    1000;1000;;;0
    1001;;1250;;1

    Hægt er að flytja inn csv skrá með tilboðsverðum ásamt tímabili sem tilboðið gildir. Ef vefverslun er tengd við Reglu er hægt að uppfæra tilboðsverðin í vefversluninni.


    Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

    Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband