Fyrirtækið
Hér eru allar upplýsingar um fyrirtækið skráðar, ásamt öðrum mikilvægum stillingum.
ATH! Allt sem er stjörnumerkt (*) þarf að skrá.
Fara þarf undir Stjórnun / Viðhald skráa / Fyrirtækið.
1. Upplýsingar um fyrirtækið
Hér eru skráðar helstu upplýsingar um fyrirtækið.
Þegar fyrirtæki er stofnað í Reglu koma sjálfkrafa inn upplýsingar um kennitölu og nafn.
2. Netfangsstillingar
Hér eru stillingar ef fyrirtæki vilja að öll skjöl sem send eru úr kerfinu, t.d. reikningar og launaseðlar, fari út í nafni fyrirtækisins.
Ef þessi stilling er ekki notuð, þ.e. ef að ekki er hakað í að nota auðkenni fyrir póstfang, sendist allur póstur í gegnum netþjónustu Reglu sem noreply@regla.is.
3. Banki
Þessar stillingar eru nauðsynlegar til þess að bankaupplýsingar fyrirtækis birtist á sölureikningum. Ef ekki er vilji fyrir því að upplýsingarnar sjáist á reikningum, þarf að taka hakið úr.
4. Ýmislegt
Hér eru ýmsar stillingar sem hafa áhrif á nokkrum stöðum í kerfinu.
- Samn.nr. (SaltPay): Stilling v/ Áskriftarkerfis/kortakerfis
- Tenging við Þjóðskrá: Haka þarf í þennan reit til þess að setja inn aðgangslykil frá Ferli til að geta flett upp í Þjóðskrá í Reglu.
- Lykillinn er sendur til viðkoomandi eftir að búið er að sækja um aðgang að Þjóðskrá. Hér eru leiðbeiningar: Sækja um tengingu við Þjóðskrá.
Prenta OCR línu neðst á reikning með kröfu: Haka þarf í þennan reit, ef á að hafa OCR línu neðst á reikningi.
Þessi lína inniheldur greiðsluupplýsingar vegna reikningsins.
- Prenta gjalddaga/eindaga á reikning án kröfu: Haka þarf í þennan reit, ef á að prenta gjalddaga/eindaga á reikninga sem eru án kröfu.
- Einingaverð í skráningu reikninga með vsk: Ef hakað er í þennan reit, er reiturinn einingaverð í línum, í skráningu reikninga útreiknaður með vsk.
- Einingaverð birt á reikningi með vsk: Ef hakað er í þennan reit, birtist einingaverð á reikningi með vsk.
Rafræn viðskipti: Ef hakað er í þennan reit, birtist gluggi fyrir stillingar vegna rafrænna reikninga.
Sækja þarf um aðgengi af rafrænum reikningum. Hér eru leiðbeiningar: Sækja um rafræna reikninga.
- Sýna vsk aukalega á reikningum í mynt fyrirtækis:
- Fyrirtæki notar KRN viðbót: Þessi reitur er einungis fyrir þau fyrirtæki sem vilja nýta Kjararannsókn Hagstofunnar. Hér eru leiðbeiningar: Uppsetning á kjararannsóknarskýrslu Hagstofunnar
5. GLN og verslun
Hér eru stillingar fyrir rafræna reikninga.
- GlN númer eru notuð fyrir deildarskipt og stærri fyrirtæki sem eru t.d. með margar verslanir.
Notendanafn og lykilorð frá skeytamiðlara (InExchange / UniMaze) er sett inn hér til að tengja Reglu við skeytamiðlara.
Það er gert eftir að búið er að sækja um rafræna reikninga.
- IBAN og SWIFT kóði er notað ef fyrirtæki eru með erlenda viðskiptavini.
- X400 einkenni eru notuð ef fyrirtæki eru að nota EDI skeyti. Það þarf að hafa samband við Deloitte og sækja um hjá þeim.