Uppsetning á kjararannsóknar skýrslu Hagstofu

Styttingar og forsendur

Styttingar
Kjararannsókn verður stytt með KRN.
Þegar skrifað er Orð / Orð / Orð er meint leiðbeiningar í gegnum haus vefsíðunnar.
Forsendur
Þörf er á Reglu aðgang ásamt launakerfis pakka.
1. Stillingaratriði
Notandi þarf að vera skráður inn í Reglu. Næst þarf að fara á stillingar síðu fyrirtækisins. Hún er undir
Stjórnun / Viðhald skráa / Fyrirtækið
Smellt er á hlekk fyrirtækja stillinga

Á þeirri síðu eru nokkrir stillinga flokkar. Finna skal Ýmislegt og haka við Company uses KRN addition.

2. Við þetta hafa ný stillinga atriði opnast innan Launþegar og Launa- og frádráttarliðir.
Hægt er að aðgangast þessar stillingar undir 
Launabókhald / Viðhald skráa / Launa- og frádráttarliðir

3. Við blasir listi af launþegum.
Ef ekki, þá eru engar launþegar stofnaðir. Þegar smellt er á launþega innan listans, opnast ítarlegri upplýsingar sem hægt er að stilla. Hafa skal í huga að ekki smella á litla gluggann með blýantnum lengst til vinstri í hverri línu.

4. Margir möguleikar þarna en ekki þörf að útfylla alla. Hér fyrir neðan er listi yfir hvað þarf að útfylla og stutt lýsing ef hún er viðeigandi.

Launaþegaliðir Ath. Eftirfarandi verður að fylla út!:

  • Hóf störf / Til þess að reikna hve lengi starfsmaður hefur starfað. Tekur ekki tillits ef starfsmaður hætti og byrjaði aftur.
  • Reikna orlofstíma /
  • Vinnutímar í mánuði skv. kjarasamningi / Útfylla þarf þetta svæði eins og ef starfsmaður sé í 100% starfi þrátt fyrir að hann sé ekki í því. Þetta er notað til að reikna ef starfsmaður er í pakkalaunum, eins og mánaðarlaun.
  • Kyn
  • Menntun / Þetta fer eftir ISCED númeri 97. Aðeins fremsta talan er tekin til gildis, t.d. 761 verður 7. Hlekkur er að ISCED 97 listanum.
  • Starf (ÍSTARF 95 nr.) / Hægt er að smella á lið til að fá hlekk að ÍSTARF 95 töflunni svo hægt er að finna viðeigandi númer.
  • Stöðutala
  • Kjarasamning nr.
  • Launaflokkur nr.
  • Þrep launaflokks

5. Launa- og frádráttarliðir
Hægt er að komast í fjórar mismunandi töflur, undir Tegund liða. Aðeins er hægt að tengja Launaliði og Annað útreiknað töflurnar við KRN liði. Til þess að tengja Reglu lið við KRN lið þarf að smella á línu og í dálkinum KRN connection er hægt að bæta KRN liðum við. Til þess að bæta KRN lið við þarf aðeins að skrifa númerið á KRN liðnum en ef annar KRN liður tengjist líka þarf að skilja þá að með semíkommu. Hver liður í Reglu má bara vera tengdur við tvo KRN liði. Á hina höndina getur þú tengt marga Reglu liði við einn KRN lið.

Dæmi um hvernig væri hægt að tengja liði saman

Stærri mynd af dálki KRN connection

Tvö atriði er gott að hafa í huga þegar það kemur að KRN liðum sem innihalda tímaeiningar/klst.

Þegar það kemur að reikna tíma þá er fyrst kíkt í dálkinn Fjöldi. Ef hann inniheldur ekkert eða núll þá er reiknað út frá prósentu. Ef prósentan er líka 0 þá er tími reiknaður sem 0 klst.

Þegar það kemur að Fjöldi dálknum þá er alltaf gert ráð fyrir klst.

Sækja KRN skrá fyrir launakeyrslu
Loks þegar þessar stillingar hafa allar verið stilltar er hægt að sækja skrána í
Launabókhald / Launavinnslur / Launakeyrslur.

Launakeyrslu tafla

Tafla af mismunandi launakeyrslum eru birtar. Til þess að fá KRN skjal fyrir launakeyrslu skal smella á launakeyrsu línu, milli Launategund og Iðgj. send.

Launakeyrslu takki

Þá er launakeyrslan fyrir neðan töfluna birt og lengst hægri við hana er takkinn Kjararannsóknarskrá. Einfaldlega þarf að smella á hann og skjalið vistast. Það er stillt í net vafranum hvert þessi skrá fer. Gott að hafa í huga að bara er hægt að sækja um KRN skrá þegar lokareikningar hafa verið framkvæmdir og borgað launþegum.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband