Kreditkortafærslur

Til þess að nota Kortakerfið fyrir áskriftakeyrslur þarf að byrja á því að sækja um þjónustusamning hjá Borgun/SaltPay.
Hér eru leiðbeiningar frá þeim:
Hér er slóð að umsókn um þjónustusamning: https://www.saltpay.is/umsoknir/umsokn-um-posa/
Sækja þarf um ,,Boðgreiðslu".
Neðst í umsókninni undir ,,Athugasemd" þarf að koma fram: ,,Boðgreiðsluþjónusta Regla.is", en að ykkur vanti ekki posa.

Það sem þarf að gera í Reglu er að skrá samningsnúmer Borgunar og setja innheimtumáta og kortanúmer á viðskiptamenn.

1. Skrá samningsnúmer Borgunar/SaltPay

Veldu:
Stjórnun / Viðhald skrá / Fyrirtækið

  1. Undir kassanum 'Ýmislegt' þarf að setja inn samningsnúmer Borgunar
  2. Smelltu á 'Uppfæra'

2. Skrá innheimtumáta á viðskiptavin

Þegar þúið er að skrá samningsnúmerið er hægt að skrá réttann innheimtumáta á viðskiptavini.
Það er gert með því að velja:
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Viðskiptamenn

  1. Sláðu inn leitarheiti og leitaðu af viðskiptamanninum
  2. Í flettiglugganum 'Innheimtumáti' þarf að velja viðeigandi kreditkort hjá viðskiptamanninum
  3. Smelltu á 'Uppfæra

3. Skrá kortanúmer á viðskiptamann

Veldu:
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Viðskiptamenn

  1. Leitaðu af viðskiptamanninum með því að skrá inn leitarheiti
  2. Smelltu á 'Kreditkort'
  3. Sláðu inn kreditkortanúmerið
  4. Sláðu inn gildistíma
  5. Smelltu á 'Uppfæra'

Ekki þarf að slá inn 'Sýndarnúmer' - kerfið sækir það

Ef þarf að skrá númer fyrir marga viðskiptavini er hægt að flytja inn CSV skrár úr Excel.

Þegar keyrð er áskriftarkeyrsla þá fara þær færslur sem eru með kreditkort sem innheimtumáta i bunkavinnslu.
Til þess að skoða/senda bunkan velur þú:
Kortakerfi / Bunkar / Bunkavinnsla

  1. Smelltu á 'Senda' til að senda bunkan
  2. Smelltu á 'Sækja stöðu' til að sjá stöðuna á færslunum

Útskýringar á skilgreiningum:

  1. Villufjöldi sýnir fjölda færsla sem var hafnað.
  2. Þessi hnappur sækir stöðu bunkans upp á nýtt, þ.m.t. villufjölda og fjölda nýrra korta. Notist ef vart verður við mismun milli þessara talna og þeirra sem birtast í kerfi Borgunar.
  3. Fjöldi nýrra korta sýnir fjölda færsl hvar stungið er upp á nýju korti.
  4. Leit eftir kortanúmeri, nafni greiðanda, númeri reiknings eða ástæðu höfnunar.
  5. Sýna einungis færslur þar sem stungið er upp á nýju korti.
  6. Sýna einungis færslur á villu.
  7. Leita, hreinsa leit.
  8. Það er hægt að uppfæra kortaupplýsingar ef stungið er upp á nýju korti (sýndarnúmer eingöngu). Hnappurinn er ekki sýnilegur á færslum þar sem ekki er stungið upp á nýju númeri. Neðsta færslan á myndinni sýnir færslu þar sem þetta er tilfellið. Hnappurinn er heldur ekki sýnilegur ef búið er að uppfæra viðskiptamann.
  9. Það er hægt að eyða bunka ef ekki er búið að senda hann.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband