Skráning áskriftarfærsla og áskriftarkeyrsla

Áður en áskriftarfærsla er keyrð þarf að búa til áskriftarflokk og færslu.

1. Búa til áskriftarflokk

Til þess að búa til nýjann áskriftarflokk þarf að velja:

Áskrift / Skráning og viðhald / Áskrift

  1. Smelltu á táknið af græna plúsnum til þess að stofna nýjann áskriftarflokk
  2. Sláðu inn heiti á áskriftarflokknum
  3. Veldu deild sem tilheyrir áskriftarflokknum
  4. Hægt er að skrá vegna hvers / hvaða verk / hvaða mánuð / hvaða tímabil er verið að rukka sem kemur fram á reikning
  5. Hægt er að skrá athugasemd
  6. Skráðu efni og texta fyrir tölvupóst
  7. Skráðu efni og texta fyrir tölvupóst þar sem innheimtumáti er krafa
  8. Smelltu á ''Vista''

2. Búa til áskriftarfærslu

Þegar búið er að búa til áskriftarflokk þarf að skrá áskriftarfærslur.

  1. Sláðu inn nafn hjá greiðanda eða smelltu á gleraugun til þess að fletta upp viðskiptamanni
  2. Sláðu inn nafn á vöru eða smelltu á gleraugun til að fletta upp vörum
  3. Sláðu inn magn
  4. Hægt er að skilgreina afslátt á áskriftarfærslu/vörulínu
  5. Hægt er að velja viðtakanda ef annar en greiðandi
  6. Hægt er að setja skorður á gildistíma(frá og til) áskriftarfærslu
  7. Smelltu á ''Skrá''

3. Keyra áskriftarfærslu

Þegar búið er að búa til áskriftarflokk og skrá áskriftarfærslur má keyra færslurnar. Það er gert með því að smella á "Áskriftakeyrsla".

Við það opnast gluggi þar sem setja þarf inn dagsetningu sem á að vera stíluð á reikningana og einnig er hægt að haka í/úr hvort eigi að útbúa prentskrá. Í þessu skrefi er seinasta skiptið sem hægt er að hætta við keyrsluna. Smellt er þá á ''Áfram''.

Þá opnast annar gluggi með upplýsingum um keyrsluna svosem fjöldi reikninga, fjöldi bankakrafa, fjöldi kreditkortafærsla og ef einhverjum færslum hefur verið sleppt. Smellt er þá á "Áfram".

Næsti gluggi segir til um hversu margir tölvupóstar voru sendir. Smellt er þá á "Áfram".

Í seinasta glugganum kemur fram niðurstaða keyrslunnar Skráð er tölvupóstfang sem niðurstöður og prentskrá á að sendast á. Hægt er að velja ''Gera áskriftarflokk óvirkan að lokinni keyrslu'' ef á að óvirkja flokkinn. Smellt er þá á "Ljúka".

Prentskrá:

Reikningur:

Ef viðskiptavinir eru með skáð 'Kreditkort' sem innheimtumáta eru hér upplýsingar um það.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband