Stimpilklukka - bakvinnsla og launabrú FAQ

Hvar skoðar maður tíma hjá einstökum starfsmönnum?

Til þess að skoða tíma hjá einstökum starfsmönnum ferðu í Verkbókhald > Skráning og viðhald > Tíma og vöruskráning. Þar er hægt að leita eftir starfsmanni, dagsetningum o.fl. Hakið við 'Sýna færslur allra' og 'Sýna útstimplun' og Leita.

Hvar og hvernig leiðréttum við tímaskráningu starfsmanns?

Til þess að leiðrétta tímaskráningu starfsmanns þarftu að byrja á því að fylgja leiðbeiningunum hér að ofan ^. Síðan smellir þú á viðeigandi línu og breytir ' Tími út' og smellir svo á 'Uppfæra'.

Hvernig leiðréttum við inn-tímaskráningu starfsmanns?
Til þess að geta breytt 'Tíma inn' þarf að byrja á því að fara inní Verkbókhald > Stjórnun > Stýringar. Þar þarf að smella á flipann Annað og haka við 'Nota mínútur og klukkustundir við verkskráningu' og smella svo á Uppfæra.Til þess að leiðrétta tímann þarftu að afrita viðkomandi tímaskráningu með því að smella á  og breyta tímanum á skráningunni sem þú varst að afrita og Uppfæra. Þú þarft svo að eyða út gömlu skráningunni sem var vitlaus. 

Hvernig getum við séð yfirlit yfir vinnu starfsmanns og skiptingu í dagvinnu/eftirvinnu/yfirvinnu/næturvinnu?

Til þess að skoða yfirlit og skiptingu tímana á launaliði ferðu í Verkbókhald > Fyrirspurnir > Skráðir tímar og vörur. Þar velur þú Fyrirspurnir: eftir starfsmönnum, og hakar við 'Sýna samantekt fyrir launakeyrslu (launabrú). Þá áttu að gera séð sundurliðunina.

ATH: Sundurliðun sést einungis ef þið eruð með skilgreindar reglur fyrir launabrú. Ef þið eigið eftir að skilgreina reglur þá eru leiðbeiningar hér.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband