Reglur fyrir launabrú

Launabrú flytur tímaskráningu úr verkbókhaldi yfir í launakerfi eftir skilgreindum reglum í launabrú.

Launaliðir

Til að byrja með þarf að setja upp launaliði með því að velja

Launabókhald /  Viðhald skráa /  Launa- og frádráttarliðir

Ef launaliður er ekki til þá þarf að bæta honum við td. stórhátíðarálag fyrir Jól, Páska, 17 júní, Hvítasunnu & Verslunarmannahelgi

Starfsmenn á launaliði

Síðan þarf að setja starfsmenn á launaliði

Launabókhald / Viðhald skráa /  Launþegar

Smelltu á línu viðkomandi starfsmanns til að opna fyrir skráningu

Við það opnast launþegin og hægt er að bæta við launalið með því að velja úr listanum (1)

Reglur fyrir launabrú

Til að stofna reglur fyrir launabrú velur þú

Verkbókhald / Skráning og viðhald / Reglur fyrir launabrú

Hægt er að velja

  • Tímabil
    • vikudaga, mán & tímabil
  • Starfsmenn
    • Allir eða stakur
  • Verk
    • Öll verk eða stök verk
  • Stéttarfélög
    • Öll stéttarfélög eða stakt félag
  • Annað
    • Launaliður valinn og lýsing slegin inn ef þörf er á

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband