Frumstilling á vörum
Þegar það er búið að setja upp tengingu við vefverslunina er næsta skref að tengja saman vörurnar milli Reglu og vefverslunarinnar.
Undir Frumstilling er hægt að sækja vöruskránna frá vefversluninni og flytja beint inn í Reglu.
Á þessari síðu eru vörurnar af vefversluninni sóttar, og þær eru bornar saman við vörurnar í Reglu. Annað hvort er hægt að stofna vörurnar í Reglu, eða það er hægt að tengja við sambærilegar vörur ef þær eru til.
Allar vörur og vöruafbrigði sem á að flytja inn þurfa að vera með vörunúmer (SKU í vefverslun).
Ef það á að tengja við vörur í Reglu þurfa SKUin í vefverslun að passa við vörunúmer Reglu.
Þegar það er búið að flytja vörur inn, er hægt að bera þær saman og athuga stöðu á þeim undir Samstilling
Athugið að þegar fjölbreyttar vörur – sem eru til í Reglu fyrir – eru fluttar inn, passið að vörunúmer séu eins í báðum kerfum.
Athugið að þegar vörur eru fluttar inn, þá fá þær vsk. flokkinn sem er stilltur í Vsk. flokkur á óþekktum vörum.
Útskýringar á skilgreiningum
- Ekki er hægt tengja vöru v/vörunúmers
- Vara er til í Reglu en frumstilling getur lagað hana (t.d. vara er yfirvara í Reglu en einföld í vefverslun)
- Hægt að tengja vöru
- Vara er ekki til í Reglu en hægt að stofna hana
- Lýsing á vöru í Reglu sem hægt er að tengja
- Lýsing á undirvörum í vefverslun
- Síur í boði fyrir frumstillingarviðmót
- Merkir allar vörur á þessari síðu
- Merkir allar vörur
- Flytja inn vöruflokka og birgðir frá vefverslun yfir í Reglu
- Flytur/tengir merktar vörur í Reglu
- Gögn mega ekki vera eldri en hálftími, annars þarf að endursækja vörur