Stillingar fyrir vefverslunartengingu (Shopify / WooCommerce / SalesCloud)

Stillingar fyrir Shopify / WooCommerce

Pantanir

Deild
Deild sem pöntun er skráð á.

Lager
Lager sem er notaður fyrir vefverslunartenginguna. Allar birgðauppfærslur sem eru gerðar á þessum lager verða tengdar við vefverslunina, ef vefverslunartengingin er stillt á að halda utan um birgðir.

Meðhöndlun pantana
Þessi stilling stjórnar því hvernig er tekið á móti pöntunum af vefversluninni.

Athugasemd reiknings
Auka texti sem fer í athugasemd reiknings.

Reitur notaður sem kt.
Þessi stilling stjórnar því hvernig er tekið á móti pöntunum af vefversluninni.

Reiturinn er útbúinn með því að breyta öðrum ónotuðum reit í kennitölureit með því að breyta þýðingunni á reitnum í vefverslun.

Algengir reitir sem eru notaðir eru fyrirtæki eða íbúð (address 2).

Gestaviðskiptavinur
Fyrir hverja vefverslunartengingu þarf að skrá sérstakan gestaviðskiptavin, sem allir reikningar frá vefversluninni eru skráðir á.

Þessi viðskiptavinur er ekki notaður þegar kennitölur fylgja pöntunum.

Ef enginn viðskiptavinur er valinn þá býr tengingin til nýjann viðskiptavin.

Vara sem sendingarkostn.
Fyrir hverja vefverslunartengingu þarf að skrá vöru sem er notuð fyrir sendingarkostnað. Sendingarkostnaður af pöntunum verður skráður á þessa vöru.

Ef engin vara er valin þá býr tengingin til nýja vöru.

Óþekktar vörur

Vara fyrir óþekkta vöru
Fyrir hverja vefverslunartengingu þarf að skrá óþekkta vöru.

Þessi vara er notuð á pantanir í þeim tilvikum þar sem vörur annað hvort finnast ekki í Reglu, eða það vantar á þær SKU númer.

Ef engin vara er valin þá býr tengingin til nýja vöru.

VSK af óþekktum vörum
Hér er líka valið í hvaða VSK flokk þessi vara er. Veljið þann VSK flokk sem ykkur þykir líklegast að þið séuð að selja úr.

Þessi VSK flokkur er einnig notaður þegar vörur eru búnar til í gegnum "Frumstilling á vörum".

Atburður og samstilling

Hérna koma svo ýmsar stillingar um hvernig tengingin mun hegða sér varðandi uppfærslur á vörum.

Vörueigindi til að samstilla
Hér er still hvaða vörueiginleikar eru athugaðir þegar Samstilling vörum er keyrð. Hér eru frekari upplýsingar: Samstilling á vörum.

Þegar vara er stofnuð/breytt í vefverslun
Regla mun stofna og tengja vörur frá vefverslun jafnóðum og þær eru stofnaðar/breyttar í vefverslun.

Þegar vara er uppfærð í Reglu
Hér er valið hvaða vörueiginleika á að uppfæra í vefverslun þegar vara er uppfærð í Reglu.

Þegar vara er uppfærð í vefverslun
Hér er valið hvaða vörueiginleika á að uppfæra í Reglu þegar vara er uppfærð í vefverslun.

Þegar vara er aftengt/eydd í Reglu
Hér er valið hvernig á að meðhöndla vörur í vefverslun þegar vöru er eytt í Reglu, eða þegar tengingu milli vara er eytt.

Þegar vara er eydd í vefverslun
Hér er valið hvernig á að meðhöndla vörur í Reglu þegar vöru er eytt í vefverslun.

Aukastillingar í Shopify

Reitur notaður sem athugasemd
Viðeigandi reitur í greiðslusíðu settur í athugasemd reiknings.

Auka vörueigindi í vöruflæði:
Kostnaður

Aukastillingar í WooCommerce

Lýsigagnalykill fyrir kt.
Reiturinn er sérsniðinn í greiðslusíðu WooCommerce og upplýsingar um reitinn eru sett í lýsigögn (meta-data). Lykillinn fyrir reitinn er settur í þennan reit, þá getur Regla lesið kennitölu af pöntunum.

Áskriftir

Vöruflokkur
Ef vefverslunarreikningur inniheldur vöru með þennan vöruflokk stilltan sem aðalvöruflokk þá er varan fjarlægð af reikningnum og varan sett í áskriftarkerfið á viðeigandi viðskiptavin.

Innheimtumáti
Skilgreindur innheimtumáti á áskriftarvörurnar.

Áskriftarflokkur
Hvaða áskriftarflokk vefverslunarsölurnar fara á.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband