Lesa út gögn
Atriði sem ber að hafa í huga þegar verið er að lesa út gögn til geymslu, uppflettingar og innlesturs í viðskiptakerfi.
Það sem þarf að lesa úr fyrra bókhaldskerfi
- aðalbók, fyrir hvert ár, 4 ár aftur í tímann
- hreyfingalista fyrir alla bókhaldslykla, fyrir hvert ár, 4 ár aftur í tímann
- stöðulista skuldunauta 31/12/XXXX (hér er nóg að taka stöðulista á síðasta degi sem verið er að nota síðasta bókhaldskerfi)
- hreyfingaryfirlit allra skuldunauta, 4 ár aftur í tímann
- stöðulista lánadrottna 31/12/XXXX (hér er nóg að taka stöðulista á síðasta degi sem verið er að nota síðasta bókhaldskerfi)
- hreyfingaryfirlit allra lánadrottna, 4 ár aftur í tímann
- viðskiptavina lista
- vöru lista
-
Ekki þarf að taka ársreikninga út úr kerfinu því þeir eru til hjá ársreikningaskrá og svo skattframtölin hjá Skattinum
Sniðmát
Mælt er með því að lesa út gögn í bæði PDF sniðmáti til vörslu og Excel sniðmáti til að geta unnið með gögn td. til að lesa inn í viðskiptakerfi.
Einnig er gott að geyma eitt eintak í tölvunni og annað á usb disk eða a.m.k. annars staðar.
Einnig er gott að geyma eitt eintak í tölvunni og annað á usb disk eða a.m.k. annars staðar.
Varsla gagna
- þú þarft að geyma bókhaldsgögn (strimla & nótur) í 3 ár
- köfur lifa í 4 ár þannig að margir miða við það
- svo er í 57 gr. laga 2003/90 um tekjuksatt að "gagna og upplýsinga skal gæta í sjö ár frá lokum reikningsárs"