Skráning á innkaupapöntun

Hægt er að gera innkaupapöntun og senda á birgja og jafnframt auðvelda skráningu innkaupa þegar pöntun berst út frá innkaupapöntun.

Til þess að hægt sé að skrá innkaupapöntun þarf að vera búið að virkja innkaupapöntun sem tegund í skráningu reikninga og skilgreina birgja á vöruspjaldi.

1. Innkaupapöntun sem tegund í skráningu reikninga

Til að skrá innkaupapöntun þarf að vera búið að bæta við Innkaupapöntun sem tegund í skráningu reikninga. Þetta er gert með því að velja:
Sölukerfi / Stjórnun / Tegundir í skráningu reikninga

  1. Hakaðu við "Innkaupapöntun" ef það er ekki þegar búið að haka við
  2. Veldu "Uppfæra" til að vista

2. Birgi skilgreindur á vöruspjaldi

Til að skrá innkaupapöntun þarf að vera búið að skilgreina birgja á vöruspjaldi:
Þetta er gert með því að velja:
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur

  1. Veldu yfirvöruna ef þú ert með yfirvöru með undirvörum annars bara vöruna
  2. Veldu viðkomandi birgja
  3. Veldu Uppfæra til að vista breytingar

3. Skrá Innkaupapöntun með því að velja tegund reiknings

Ef búið er að búið að virkja innkaupapöntun sem tegund í skráningu reikninga og skilgreina birgja á vöruspjaldi þá er hægt að skrá innkaupapöntun. 

Veldu: 
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Reikningar

  1. Veldu "Tegund" reiknings
  2. Úr fellilista veldu Innkaupapöntun 

4. Veldu birgja

  1. Smelltu á gleraugu til að fletta upp viðskiptamanni
  2. Sláðu inn nafn viðskiptavinar
  3. Veldu "Leita"
  4. Veldu viðskiptavin
  5. Veldu "Velja"

5. Fylltu út haus

  1. Ekki þarf að velja Pöntunarnúmer þar sem kerfi býr til nr. þegar valið er "Skrá og prenta pöntun"
  2. Hægt er að slá inn Tilvísun, beiðni númer/nafn:
  3. Hægt er að skrá pöntun á verk
  4. Hægt er að skrá athugasemd
  5. Haka þarf við "Senda í tölvup." ef senda á pöntun beint til birgja úr Reglu sem viðhengi við tölvupóst
  6. Veldu deild fyrir pöntun
  7. Veldu lager fyrir pöntun
  8. Veldu mynt fyrir pöntun
  9. Smelltu á gleraugun til að leita að vörum frá birgjanum til að panta

6. Veldu vörur til að panta

  1. Smelltu á vöru sem á að panta
  2. Veldu velja

7. Skrá og senda pöntun

  1. Þegar búið er að velja allar vörur sem á að panta 
  2. Veldu "Skrá og senda pöntun" til að senda pöntun á birgja

8. Semja póst

  1. Veldu sendanda, hægt að velja notanda eða fyrirtækið
  2. Sláðu inn tölvupóst viðkomandi ef ekkert kemur sjálfkrafa eða breyttu og bættu við ev svo ber undir
  3. Skráðu efni (Subject) póstar
  4. Skráðu skilaboð
  5. Veldu "Senda"

9. Skoða pöntun

Hægt er að skoða innkaupapöntun með því að 

  1. Velja Sölukerfi / Skráning og viðhald / Reikningar
  2. Veldu Innkaupapöntun sem tegund reiknings

  1. Veldu "Listun innkaupapantana" flipann
  2. Veldu "Opna prentsýn" með því að velja blaðið með stækkunarglerinnu

Við það opnast innkaupapöntunin 

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband