Vörutalning

Nokkrar leiðir eru til í að gera vörutalningu í Reglu

 1. Á regla.is bankenda með strikamerki eða fletta upp vöru og bóka
 2. Með Android Zebra handtölvu með innbyggðum strikamerkjalesara sem keyrir Reglu appið til að framkvæma talningu
 3. Með gagna innlestri í regla.is

1. Vörutalningar viðmótið í regla.is.

Veldu Sölukerfi / Fyrirspurnir / Vörutalning

 1. Veldu lagerinn sem verið er að telja
 2. Veldu dagsetninguna sem verið er að telja á
 3. ef varan er með strikamerki er hægt að nota strikamerkjalesara til að sækja vöru
 4. ef ekki er strikamerki er hægt að leita að vöru eftir heiti
 5. sláðu inn magn
 6. veldu græna hakið til að vista línu
 7. þegar búið er að telja allar vörur velur þú "Uppfæra birgðir" til að skrá talninguna  

2. Handtölvu viðmót

Í Reglu appinu er talningarvirkni sem hægt er að nota með Android eða iOS.
Bæði er notast við sérgerðar tölvur eins og Zebra TC26 sem eru með innbyggðan strikamerkjalesara en einnig er hægt að tengja bluetooth strikamerkjalesara við handtölvur.

 1. veldu Autofocus til að halda innslætti í leitarglugga (sérstaklega ef þú ert að nota strikamerkjalesara)
 2. veldu lager sem verið er að telja
 3. veldu dagsetningu sem verið er að telja
 4. leitaðu að vöru eða sláðu á strikamerki vöru 

 1. sláðu inn magn vöru
 2. veldu hakið til að vista

 1. þegar talningu er lokið veljið að senda bunka

Þegar búið er að senda bunka þá fer talning í vörutalningarviðmótið í regla.is sjá leið 1 hér fyrir ofan og þar þarf að velja viðkomandi dagsetningu og að uppfæra birgðir.

3. Gagna innlestur

Byrjaðu á því að sækja sniðmát

 1. veldu notendanafn
 2. veldu handbækur og stillingar
 3. veldu sniðmát 13. Vörutalning (vörunúmer)

Þegar búið er að fylla út sniðmátið með vörunr. og magn fyrir þær vörur sem verið er að telja er Excel skjalið vistað sem CSV og lesið inn með því að velja.

Stjórnun / Viðhald skráa / Flytja inn skrá

 1. veldu 13. Vörutalning (vörunúmer)
 2. veldu CSV skránna sem þú varst að gera
 3. veldu Skrá inniheldur hauslínu
 4. veldu rétt skilatákn (yfirleitt ;)
 5. veldu að hlaða upp skrá
 6. ...og flytja inn

Næst kemur upp víðmót þar sem þú velur

 1. dagsetningu
 2. lager sem verið er að telja inn á
 3. veldu vista framkvæma innlestur

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband