Senda tímaskráningu yfir í launakerfið með launabrú

Áður en tímaskráning er flutt yfir í launakerfi þá þarf að vera búið að skilgreina reglur í launabrúnni sem stýra því á hvaða taxta tímarnir eru bókaðir.

Til að senda skráða tíma með launabrú yfir í launakerfi er valið 
Verkbókhald / Fyrirspurnir / Skráðir tímar og vörur

Skilgreina þarf tímabilið og hvort verið sé að senda einstakan starfsmann eða tímaskráningar allra starfsmanna. Síðan þarf að haka við eftir starfsmönnum og "Sýna samantekt fyrir launakeyrslu" og svo "Keyra fyrirspurn".

Við það birtast staðan og þar er valið "Senda yfir í launakerfið"

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband