B2B QR

Regla býður nú B2B QR kóða pöntun fyrir veitingastaði.

1. Upplifun

  • Veitingastaðir geta auðveldað afgreiðslu fyrir starfsmenn viðskiptavina sem eru í reikningsviðskiptum
    • Flýtir fyrir afgreiðslu með rafrænni skráningu
    • Auðveldar uppgjör þar sem reikningur verður til sem byggir á afhendingarseðlum og fylgir sundurliðun á hvern stafsmann
  • Starfsmenn viðskiptavina í reikningsviðskiptum
    • Geta auðveldlega valið mat og drykk í eigin síma hratt og örugglega
  • Uppgjörsaðili viðskiptavinar fær sundurliðun yfir úttektir starfsmanna þannig að auðvelt er að vinna úr

2. Virkni

  • Stafsmaður mætir á veitingastað og skannar QR kóða
  • Ef verið er að mæta í fyrsta sinn þarf að auðkenna með kt. & pin
  • matur og drykkur er valinn og til verður strikamerki á símanum
  • strikamerki sýnt við kassa og veitingar afgreiddar 

3. Verð

  • Veitingastaður greiðir 1,200 kr. per fyrirtæki í B2B þjónustu þá mánuði sem viðskiptavinur er með starfsmenn í reikningsviðskiptum.
  • Nánar á verskrá Reglu

4. Hvað þarf til að geta sett upp B2B QR kóða þjónustu?

  • Veitingastaður þarf að vera með sölu og afgreiðslukerfi Reglu
  • Veitingastaður þarf að velja þá vöruflokka sem er í boði hverju sinni í B2B QR
  • Veitingastaður þarf að vera með strikamerkjalesara tengdur við Windows útgáfu af Regla POS 
  • Það þarf að stilla upp B2B viðskiptavini og lesa inn starfsmenn

5. Ferli fyrir starfsmenn viðskiptavinar

Starfsmaður mætir og skannar QR kóða

Starfsmaður auðkennir sig ef verið er að mæta í fyrsta skiptið annars er þetta geymdar upplýsingar

  1. slá inn kt.
  2. slá inn 4 stafa pin
  3. velja "Skrá inn"  

  1. velja vöruflokk

  1. velja vöru

  • þegar búið er að velja vöru bætist hún við í körfu (1) og magn valið sést á vöru (2)
  • Þegar búið er að velja mat og drykk er smellt á körfuna (1)

  • Þegar búið er að velja mat og drykk er smellt á "Staðfesta pöntun"

  • Um leið og pöntun hefur verið staðfest þá birtist strikamerki sem starfsmaður sýnir við þegar hann kemur á kassann

  • Veitingastaður skannar strikamerkið á kassanum og sér hvaða vörur starfsmaður er búinn að velja

6. Ferli fyrir viðskiptavin

  1. Senda starfsmannalista á regla@regla.is í Excel sniðmáti frá Reglu
  2. Láta starfsfólk vita þegar skráningu er lokið að starfsmenn geta mætt á veitingastað og sett í reikning

7. Prófa virkni

Með því að smella á eftirfarandi hlekk getur þú prófað starfsmannahluta QR B2B

Slóð: https://www.regla.is/qr/?company=mathollinb2b&dept=10414
Kennitala: 9920220308
Lykilorð: 8912

Einning er hægt að skanna eftirfarandi QR kóða

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband