Godo uppsetning

Til þess að Godo geti sent reikninga yfir í Reglu þarf að vera búið að stofna viðkomandi fyrirtæki í Reglu og svo þarf að stofna notanda fyrir Godo tenginguna.

Eins þarf að stofna vörunúmer inni í Reglu fyrir Gistingu og Gistináttaskatti (hafa hann í 0 kr.).

Þegar búið er að stofna Godo notanda í Reglu og vörurnar tvær þá þarf að senda viðkomandi upplýsingar með tölvupósti á Godo á póstfangið pro@godo.is.

Notandi stofnaður

 • Veldu Stjórnun > Viðhald skráa > Starfsmenn og smelltu á hnappinn Stofna.
 • Byrjaðu kennitöluna á 99 til að fara fram hjá vartölutékki.
 • Það þarf að vera hakað í Notandi kerfa.
 • Það þarf að gefa upp notandanafn. Í þessu tilfelli finnst mér best að hafa það í líkingu við godo@[fyrirtæki].is.
 • Veldu deild (Tilheyrir deild) – veldu gildið Ný deild að öllu jöfnu.
 • Settu inn símanúmer (fyrirtækisins).
 • Settu inn netfang (tölvupóstfang).
 • Smelltu á hnappinn Skrá.

Hlutverk

Í framahaldinu kemur upp gluggi hvar notanda er valið hlutverk (aðgangsstýring

 • Farðu með músarbendilinn yfir táknmyndina í línunni  Sölukerfi.
 • Upp kemur vallisti.
 • Hakaðu við Skráning og viðhald.
 • Smelltu á hnappinn Stofna.
 • Í framhaldinu fer tölvupóstur með notandanafni og lykilorði á tölvupóstfangið sem var skráð. Þetta eru þær upplýsingar sem viðkomandi þarf að koma til Godo.
 • Ef það þarf að eiga við hlutverk notanda eftir á þá er það gert með því að velja Stjórnun > Viðhald skráa > Hlutverk.

Vörunúmer Stofnuð

Einnig þarf að stofna 2 vörur með verð 0 kr & vsk 11%

 1. Gisting (Vörunúmer er Default product ID)
 2. Gistináttaskattur (Vörunúmer er Tax product ID)

Ath. að leyfa að yfirrita verð á þeim vörum sem eru stofnaðar í Reglu

Vörunúmer þarf að vera það sama og skilgreint vörunúmer í Godo stillingunum.Einnig er skjölun á samspil Godo og Reglu skjalað hjá Godo hér.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband