Stimpilklukka

Starfsmenn geta skráð tímana sína í gegnum kassakerfi Reglu og þannig létt launagreiðendum lífið með auðveldara utanumhald um tíma og laun. 

Launagreiðendur geta svo fært tímana yfir í Launakerfi Reglu. Aðra skjölun launakerfis Reglu má skoða hér.

Þessi grein fer yfir uppsetningu á stimpilklukku virkni í Reglu. 

1. Stofna viðeigandi verk

Til að geta notað stimpilklukku virkni Reglu þarf viðkomandi fyrirtæki að vera með Verkbókhald. Sjá verðskrá fyrir verkbókhald og launakerfi  hér.

Byrjum á að fara á Regla.is -> Verkbókhald -> Skráning og viðhald -> Verk. 

Ýtum á stofna til að fá eftirfarandi glugga til hægri:


Nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga við stofnun verks. 

1. Greiðandi á að vera fyrirtækið sjálft sem greiðir launin. Ef fyrirtækið er ekki skráð er hægt að fara í Sölukerfi -> Viðskiptamenn og stofna viðskiptamann þar með nafni á fyrirtæki og kennitölu.  

2. Heiti verks er ekki heilagt en sniðugt er að skíra verkið einhvað eins og "Stimpilklukka" eða "Tímaskráning"

3. Hægt er að skrá Deild á verkið. Starfsmenn geta samt stimplað sig inn á verkið þrátt fyrir að tilheyra annarri deild. Sá reitur er þ.a.l ekki mikilvægur fyrir stimpilklukku verkið.

4. Ábyrgðarmaður er skráður Starfsmaður í reglu undir Stjórnun -> Viðhald Skráa -> Starfsmenn. Nafn á þeim starfsmanni getur einnig verið einfaldlega nafnið á fyrirtækinu og kennitala. 

5. Mikilvægt er að Staða verksins sé Í vinnslu. 

 

Næst er að ýta á Skrá til að stofna verkið. 

Þá á eftirfarandi að sjást:

Skráning starfsfólks

Til að hægt sé að stimpla sig inn í gegnum kassakerfið þarf starfsfólkið að vera skráð í Reglu undir Stjórnun -> Viðhald Skráa -> Starfsmenn

Ýtt er á Stofna til að skrá nýjan starfsmann og þá birtist eftirfarandi viðmót.  1. Ef starfsmaður á ekki að geta skráð sig inn á Reglu.is á að passa að Notandi kerfa sé afhakað.

2. Ef Notandi kerfa er afhakað á starfsmaður ekki að hafa notendanafn. 

3. Passa þarf að hakað sé við Stimpilklukka

4. Pinnið sem sett er í Pin í kassakerfi er það pin sem starfsmenn nota til að stimpla sig inn. Ef fólk kýs að nota ekki pin skal skilja þennan reit eftir auðan. 

Næst er að ýta á Skrá og virkja tímastimplun í kassakerfinu. 

  

Virkja tímastimplun í kassakerfinu

Það eina sem nú er eftir er að virkja tímastimplun í kassakerfinu. Þegar það er gert koma þeir starfsmenn sem skráðir eru með Stimpilklukku hakinu sjálfkrafa inn. 

Þá þarf að fara í Stjórnun -> Skráning og Viðhald -> Útstöðvar. 

Þar er hægt að sjá lista yfir öll kassakerfi sem fyrirtæki er með og stillingar fyrir þau. 

Finna skal viðeigandi kassa og smella á línuna. 

Þegar það er gert á nafnið á kassanum að sjást hægra megin á skjánum

Ýttu á Edit hjá ReglaProperties.ini og bættu við eftirfarandi línu neðst í skjalið:

TimeClockForEmployees : true

Næst er að ýta á Save og loka og opna ReglaPOS, kassakerfinu. 

Innstimplun 

Starfsmenn skrá sig svo inn með því að ýta á klukkuna í kassakerfinu. 


Velja svo starfsmann. 

Velja stimpilklukkuverkið sem við bjuggum til áðan og stimpla sig inn. 

 

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þér frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband