Stofna og óvirkja starfsmenn í B2B

Stofna starfsmann

Til að stofna starfsmann þarftu eftirfarandi upplýsingar:

  1. Kennitala
  2. Nafn
  3. GSM
  4. Tölvupóst

Skráðu þig inn á regla.is og veldu
Stjórnun / Viðhald skráa / Stafsmenn

Þar er starfsmaður stofnaður og úttekt heimiluð með því að fylla bara út eftirfarandi reiti:
- Kt.
- Nafn
- taka hakið úr við "Notandi kerfa"
- eyðið út "Notendanafn"

- GSM
- Netfang
- hakið við "Úttekt leyfð hjá völdum viðskiptamönnum"
- Úttektarkóði (má vera hvaða 4 stafa pin sem er en flestir velja 1234)

Vistaðu skráninguna með því að velja "Skrá"

Óvirkja starfsmann

Ef starfsmaður hættir eða hefur ekki heimild lengur til að setja í reikning þá þarf að óvirkja viðkomandi.

Skráðu þig inn á regla.is og veldu
Stjórnun / Viðhald skráa / Stafsmenn

Finndu starfsmann sem á að óvirkja

a. ritaðu nafn og veldu Leita
b. veldu starfsmann
c. veldu Eyða

Staðfestu að þú viljir Eyða (Ath. aðeins er hægt að óvirkja þar sem færslur eru á viðkomandi starfsmanni)

Aðgerðin að Eyða (óvirkja) tekur smá stund þar sem það þarf að óvirkja starfsmann í öllum kerfiseiningum og  töflum í Reglu. 

Þegar aðgerðin klárast þá kemur fram að ekki tókst að eyða heldur að starfsmanni var breytt í óvirk.

Ef þú vilt síðan sjá hverjir eru óvirkir í kerfinu td. til að virkja aftur þá velur þú að haka við Sína óvirka starfsmenn

Þá bætast við í rauðu letri þeir starfsmenn sem eru óvirkir í kefinu þegar Leit er framkvæmd.

Svaraði þetta spurningunni? Thanks for the feedback There was a problem submitting your feedback. Please try again later.

Still need help? Contact Us Contact Us