QR kóða sala

Regla býður nú QR kóða pöntun á staðsetningu fyrir veitingastaði.

  1. Vöruflokkur valinn
  2. Magn skilgreint
  3. Farið í körfu
  4. Valið að greiða
  5. Greiðsla staðfest

1. Upplifun

  • Viðskiptavinirnar geta skannað QR kóðan, skoðað vöruúrvalið, pantað og greitt fyrir vöruna í símanum sínum. 
  • Pöntunin fer þá inní eldhús eða á barinn þar sem hún er tekin til og afgreidd á viðkomandi borð/staðsetningu.

2. Ávinningur

  • Fyrir söluaðila
    • spara sporin fyrir starfsfólk við það að taka pöntun og uppgjör þar sem viðskiptavinur sér um það í sjálfsafgreiðslu
    • minnkar mönnunarþörf þar sem bara þarf að fara með pöntun á borð og hreinsa
    • lágmarkar mistök við pöntun
  • Fyrir viðskiptavin
    • getur pantað frá borðinu eftir þörfum þarf ekki að bíða eftir þjónustu eða fara á barinn
    • pöntun og greiðsla frágengin í einni aðgerð

3. Virkni

  • sölu á staðsetningu (borð, bás osfrv.)
  • samþykki fyrir vörflokka sem eru með aldurstakmark
  • pöntun úr völdum vöruflokkum (týnt í körfu)
  • greiðslu (greitt með korti Veski í vafra í Android eða ApplePay í iOS)
  • bommu stýringar á vinnustöðvar (eldhús og/eða bar)
  • aldurstakmark skilgreint á vöruflokka
  • tilboð / happy hour 

4. Verð

  • Lágmarks pakkinn er á 7,200 kr. sem eru QR kóðar fyrir 6 staðsetningar
  • Verðið eftir það er 1,200 kr. pr. QR staðsetningu
  • Nánar á verðskrá Reglu

5. Hvað þarf til að geta sett upp QR kóða þjónustu?

  1. Veitingastaðurinn þarf að vera með sölukerfi Reglu
  2. Veitingastaðurinn þarf að láta vita hvaða vöruflokka þið viljið að birtist í söluviðmótinu, einnig ef þið viljið filtera þær eftir deildum.
  3. Sækja um aðgang að ValitorPay hjá Valitor og senda Reglu "apiSecretKey" þegar hann berst
  4. Láta okkur vita hvort að þið viljið að QR kóðarnir vísi á ákveðinn borð/staðsetningu á veitingastaðnum. Þurfum þessar upplýsingar áður en við útbúm QR kóðann sjálfann
  5. Þið þurfið ekki að gera neitt aukalega fyrir Applepay
  6. Ef þið viljið nota Aur þá þarf að sækja um lykil hjá þeim og bæta honum við hér. (sjá mynd)
    Velja Sölukerfi / Stjórnun / Stýringar

6. Virkja aldurstakmark á vöruflokka

Til að virkja samþykki vegna aldurstakmark á vöruflokka þarf að slá inn aldur á viðkomandi vöruflokka:

Þetta birtist síðan í QR viðmótinu þannig að viðskiptavinur þarf að samþykkja skilmála áður en val er staðfest (þarf að samþykkja einu sinni á 30 daga fresti).

7. Tilboð / Happy Hour

QR virkni tekur mið af skilgreindum tilboðum í vörutöxtum Reglu.

Hægt er að skilgreina vörutaxta á tímabil og einstakar vörur eða vöruflokka og skilgreina verð eða % afslátt.

Í þessu dæmi er lítill bjór skilgreindur með tilboðsverð alla daga milli 09:00-16:59 á 555 kr.
Veldu Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörutaxtar
1. skilgreindu tímabil
2. veldu vöru / vöruflokk
3. veldu verð / afslátt
4. veldu uppfæra til að vista

Á gefnu tímabili birtist vara með afsláttar verði sýnilegu

8. Birta hluta af vörum í vöruflokk

Hægt er að birta hluta af vörum í vöruflokk því að nota vörutaxta og sömuleiðis hafa breytilegt eftir tíma og dagsetningu. Þetta hentar td. fyrir veitingahús sem eru með breytilega matseðla eftir dögum.

Fyrst þarf að virkja framboðsvörutaxta, gert með því að velja

Sölukerfi / Stjórnun / Stýringar

  1. veldu vöruflipann
  2. hakaðu við að leyfa framboðs vörutaxta
  3. veldu uppfæra

Sem dæmi bjóðum við kótelettur á miðvikudögum en annars ekki.
Búa þarf til nýjan vöruflokk sem verður aukavöruflokkur, í þessu dæmi mætti skýra hann Miðvikudags.

Veldu
Sölukerfi / Skráning og viðhald /  Vöruflokkar

Stofnaðu vöruflokk til að virka sem aukavöruflokk til að halda utan um hluta af vörum í vöruflokk.

Veldu
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörur

Veldu viðkomandi vöru

Næst þarf að búa til framboðsvörutaxtann

Veldu
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörutaxtar


einungis hægt að velja vikudagar
hakaðu við framboðs taxti

syna allar vörur framvoðs 

skv framboðs taxta

9. Prófa virkni

Með því að skanna þennan QR getur þú séð prófunar aðgang

Einnig er hægt að smella á þennann hlekk til að skoða prufu aðgang
https://www.regla.is/qr/?company=qrsynidaemi&locg=salur&loc=1

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband