Hvernig uppfæri ég vefþjónustuútgáfuna í Shopify?

Nýlega fengum við skilaboð frá Shopify um að það þurfi að uppfæra vefþjónustuútgáfuna sem Regla notar í samskiptum sínum við Shopify. Hægt er að uppfæra vefþjónustuútgáfuna með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningunum.

Ef ekki er hægt að velja vefþjónustuútgáfu þá gætir þú þurft að leyfa aftur Private app development. Leiðbeiningar fyrir það eru hér að neðan.

Einungis skráður eigandi vefverslunarinnar getur breytt þessum stillingum, hægt er að sjá hver það er í lok póstsins.

Uppfæra vefþjónustu útgáfu

Þú þarft að fara í Apps, velja þar Manage private apps og opna síðan Reglu appið. Þar ferð þú niður þar til kemur að Webhook API Version og velur þá útgáfu sem er merkt Latest, þá vistar þú breytingarnar og allt ætti þá að vera komið í lag.

Leyfa Private Apps

Ef þú færð glugga svipaða þessum, þá þarft þú að ýta á Enable private app development. Síðan þarftu að haka við möguleikana þrjá sem koma upp og ýta á Enable private app development. Nú ættir þú að geta breytt vefþjónustuútgáfunni.

Sjá eigandann

Mögulega getur aðeins sá sem er skráður búðareigandi framkvæmt þessa aðgerð. Hægt er að sjá skráðan eiganda með því að fara í Settings og síðan í Users and permissions. Eigandi búðarinnar er þar efst. Ef þú ert ekki með leyfi til að breyta vefþjónustuútgáfunni, þá þarftu að skrá þig inn á eiganda notandann eða biðja þann einstakling um að framkvæma breytinguna.

Svaraði þetta spurningunni? Thanks for the feedback There was a problem submitting your feedback. Please try again later.

Still need help? Contact Us Contact Us