Stofna nýjan starfsmann/notanda kerfis

Til þess að stofna nýjan notanda í Reglu þarf að stofna Starfsmann. Sá sem stofnar aðganginn, þarf að hafa stjórnunaraðgang. 

Fara þarf í Stjórnun > Viðhald skráa > Starfsmenn

Ýta þarf á Stofna og upp kemur gluggi fyrir grunnupplýsingar starfsmanns.

Hér þarf að fylla út alla stjörnumerkta reiti og hafa þarf hak í ''Notandi kerfa''

Þegar ýtt er á Skrá kemur upp gluggi þar sem skráð er hvaða deild viðkomandi notandi tilheyrir. 
Haka þarf í viðeigandi deild og ýta á Áfram

Þegar ýtt er á Áfram kemur upp gluggi þar sem gefa þarf notandanum heimildir inn í viðeigandi kerfi. 
Ýta þarf á táknið sem er við það kerfi sem við á og haka í þau hlutverk sem við á.
Að því loknu þarf að ýta á Stofna og tölvupóstur með notandanafni og lykilorði er sent á netfangið sem skráð var í grunnupplýsingum. 

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband