Hvað get ég gert ef það er hægagangur í kerfinu?

Ef þú ert að upplifa hægagang í Reglu þá getur það verið vegna 

  • Internet / gæði internet sambands
  • Tölvan / tölva hefur lítið vinnsluminni eða örgjörva
  • Stýrikerfi / gamalt stýrikerfi eða útgáfa af vafra

Ef við gefum okkur það að þessi þrjú atriði er í lagi og að Regla sé uppi og í lagi þá eru líkur á að það sé komin upp villa í vafranum sem þú ert að nota sem getur komið ef net samband slitnar eða Regla er uppfærð og vafrinn tapar vafrinn þræðinum og hreinsar ekki út gögn sem búið er að nota.

Oft getur verið nóg að skrá sig úr Reglu og aftur inn en ef það hjálpar ekki þá er kominn upp villa í vafranum.

Hægt er að sannreyna þetta með því að prófa að skrá þig inn í öðrum vafra eða opna "New incognito window" og prófa að skrá þig inn í Reglu. Ef allt virkar eðlilega í örðum vafra eða incognito þarft þú að hreinsa út kökur í vafranum.

Þetta er svipað ferli í öllum helstu vöfrum en hér eru leiðbeiningar fyrir helstu 3 í Windows.

  • Chrome
  • Firefox
  • Edge

Chrome

Til að hreinsa út kökur og annað sem gæti hægt á og truflað virkni Reglu

  1. Veldu þrípunkta efst hægra megin á skjá í Chrome vafranum
  2. Veldu Settings


  1. Veldu Privacy and security
  2. Veldu Clear browsing data

  1. Veldu All time í Time range
  2. Hakaðu við Browsing history
  3. Hakaðu við Cookies and other data
  4. Hakaðu við Cached images and files
  5. Veldu Clear data

Firefox

Til að hreinsa út kökur og annað sem gæti hægt á og truflað virkni Reglu
  1. Veldu þrípunkta efst hægra megin á skjá í Firefox vafranum
  2. Veldu Settings

  1. Veldu Privacy and security
  2. Veldu Clear data

  1. Hakaðu við Cookies and Site Data
  2. Hakaðu við Cached Web Content
  3. Veldu Clear

Edge

Til að hreinsa út kökur og annað sem gæti hægt á og truflað virkni Reglu
  1. Veldu þrípunkta efst hægra megin á skjá í Edge vafranum
  2. Veldu Settings

  1. Veldu Privacy, search and services
  2. Veldu Choose what to clear

  1. Veldu All time í Time range
  2. Hakaðu við Browsing history
  3. Hakaðu við Download history
  4. Hakaðu við Cookies and other site data
  5. Hakaðu við Cached images and files
  6. Veldu Clear now

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband