Hvernig opna ég fyrir rafræna reikninga?

Fyrst þarf að sækja um aðgang að rafrænum viðskiptum hjá skeytamiðlara. Það er gert undir Stjórnun > Viðhald skráa > Sækja um rafræna reikinga.

Þegar aðgangsupplýsingar frá skeytamiðlara hafa borist þarf að skrá þær í upplýsingar um fyrirtækið undir Stjórnun > Viðhald skráa > Fyrirtækið.

Síðan þarf að merkja þá viðskiptamenn sem geta tekið á móti rafrænum reikningum, það er gert í grunnupplýsingum um viðskiptamanninn.
Hægt er að leita af þeim sem vantar rafræna merkingu undir Sölukerfi > Skráning og viðhald > Móttakendur rafrænna reikninga.

Það þarf líka að láta lánadrottna vita að þú getur tekið á móti rafrænum reikningum.

Þeir eru síðan sóttir undir Bókhald > Skráning færsla > Sækja rafræna reikninga.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband