Yfirlit pantana

Í valmynd vefverslunartengingarinnar er hægt að skoða yfirlit pantanna.
Í þessu yfirliti er hægt að skoða pantanir af vefversluninni og samsvarandi reikninga.
Ef það eru einhverjar pantanir sem eru ekki skráðar í reikninga er hægt að gera það hér.

Veljið tímabil og ýtið á "Sækja pantanir".

Útskýring á skilgreiningum

  1. Pantanir sem búið er að skrá eru merktar með grænu
  2. Pantanir sem eru skráðar en eru ennþá í geymdum reikning eru merkar með gulu
  3. Pantanir sem er ekki búið að skrá í kerfið eru merktar með rauðu
  4. Hægt er að ýta á pöntunarnúmerið til að skoða pöntunina í vefverslunni (Á ekki við um SalesCloud)
  5. Hægt er að skoða reikninginn með því að ýta á stækkunarglerið
  6. Til þess að bóka geymda reikninga, eða pantanir sem vantar, merkið þær pantanir og ýtið á "Bóka reikning"
  7. Hér er hægt að velja hvort það eigi að bóka pantanir beint sem reikning, eða sem geymdan reikning
  8. Hægt er að breyta dagsetningu á óbókuðum pöntunum

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband