Skráning áskriftarfærsla

Greiðandi
Hér er greiðandi fylltur út. Það má gera með því að slá inn nafn eða kennitölu, að hluta eða í heilu lagi. Einnig má smella á 

FIBSSA~1_img84 við hliðina á reitnum. Ef fleiri en einn viðskiptavinur finnst, skv. innslegnu gildi, birtist gluggi þar sem hægt er að leita. Greiðandi er ekki valkvæmur í áskriftarfærslu; hann verður að velja.

Vara
Hér er vara fyllt út. Það má gera með því að slá inn vöruheiti eða vörunúmer, að hluta eða í heilu lagi. Einnig má smella á 

FIBSSA~1_img84 við hliðina á reitnum. Ef fleiri en ein vara finnst, skv. innslegnu gildi, birtist gluggi þar sem hægt er að leita. Vara er ekki valkvæm í áskriftarfærslu; hana verður að velja.

Magn
Sjálfgefið gildi er einn. Magn er ekki valkvæmt; það verður að fylla inn.

Einingaverð
Einingaverð vöru er sótt í vöruskrá, ásamt því að tillit er tekið til afsláttar viðskiptavinar. Einingaverð er ekki valkvæmt; það verður að fylla inn.

Yfirrita einingaverð
Hægt er að yfirrita einingaverð. Við það er einingaverðið fastsett og ekki sótt í vöruskrá þó vöruskrárverð breytist síðar. Færslur sem hafa yfirritað einingaverð eru merktar með 

FIBSSA~1_img86 í áskriftarfærslulistanum .

Afsáttur áskriftarfærslu/vörulínu
Hægt er að skilgreina afsláttarprósentu á áskriftarfærslu/vörulínu. Þessi afsláttur hefur alltaf forgang fram yfir afslátt viðskiptamanns. Hámarksafsláttur vöru hefur þó alltaf hæsta forgang.

Texti
Texti í þessum reit fer sem skýring fyrir viðkomandi vörulínu á reikningi.

Viðtakandi
Ef senda skal vöru til annars en greiðanda þá er það fyllt inn hér. Þetta svæði má hafa tómt ef greiðandi og viðtakandi eru sá sami. Smellt er á 

FIBSSA~1_img87 til að fjarlægja skráðan viðtakanda úr áskriftarfærslu.

Gildir frá
Hér eru settar skorður á gildistíma áskriftarfærslu. Áskriftarkeyrsla sleppir færslum þar sem ekki er komið að gildistíma færslu.

Gildir til
Hér eru settar skorður á gildistíma áskriftarfærslu. Þessi dagsetning getur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið aftur í tímann. Í hvert sinn sem listi yfir áskriftarfærslur er sóttur er athugað hvort einhver færsla er útrunnin. Ef svo reynist vera er viðkomandi færsla sjálfkrafa gerð óvirk. Áskriftarkeyrsla athugar þessa dagsetningu einnig.

Víddir
Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við skráningarsvæði fyrir víddir. Valin gildi eru skráð á viðkomandi reikning þegar áskriftarkeyrsla er keyrð. Þessi gildi yfirskrifa því gildi vídda sem tilheyra áskriftarflokknum sjálfum

Skrá áskriftarfærslu
Þessi hnappur vistar áskriftarfærslu. Ef breyta þarf færslu sem þegar er til, er smellt á hana og hún flyst þá upp í liðinn Skráning.

Eyða áskriftarfærslu
Þessi hnappur eyðir áskriftarfærslu. Smella skal á færslu og færist hún þá upp í liðinn skráning.

Hætta við
Þessi hnappur hættir við breytingar í liðnum Skráning.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband