Notandaviðmót

Eftirfarandi kafli lýsir viðmóti áskriftarkerfisins í stuttu máli.

Áskriftarflokkur
Smelltu á 

FIBSSA~1_img74til að búa til nýjan áskriftarflokk.

Hér velur notandi, úr flettilista, hvaða áskriftarflokk skal vinna með. Með því að smella  á FIBSSA~1_img75 er hægt að breyta upplýsingum um viðkomandi flokk eða búa til nýjan.

Texti sem er skráður hér, fyrir vegna, athugasemd og tölvupósta, vistast með áskriftarflokknum og birtist þar af leiðandi í aðalglugga áskriftarkerfisins þegar áskriftarflokkur er opnaður. Það sama á við um víddir. Ef þessi atriði eru hins vegar sett inn úr aðalglugganum eru þau ekki vistuð með áskriftarflokknum. Gildin í aðalglugganum eru notuð þegar áskriftarkeyrsla er keyrð.

Vegna
Texti í þessum reit fer í svæðið Vegna (sjá kafla 6.1.1.4) á hverjum einasta reikningi sem er búinn til (sjá kafla 14.3.1). Hægt er að setja þennan texta inn á áskriftarflokkinn, sem verður þá sjálfgefinn texti í hvert skipti sem reikningar eru búnir til, eða fylla inn í hvert sinn.

Síðasta reikningagerð
Upplýsingar um það hvenær reikningar voru síðast búnir til fyrir valinn áskriftarflokk.

Athugasemd
Texti í þessum reit verður fer í svæðið Athugasemd (sjá kafla 6.1.1.5) á hverjum einasta reikningi sem er búinn til (sjá kafla 14.3.1). Hægt er að setja þennan texta inn á áskriftarflokkinn, sem verður þá sjálfgefinn texti í hvert skipti sem reikningar eru  búnir til, eða fylla inn í hvert sinn.

Efni (e. subject) tölvupósts (innheimtumáti er krafa)
Texti fyrir tölvupóst þar sem viðskiptamaður er stilltur á þann hátt að fá reikning í tölvupósti og innheimtumáti er krafa. Hægt er að setja þennan texta inn á áskriftarflokkinn, sem verður þá sjálfgefinn texti í hvert skipti sem reikningar eru búnir til, eða fylla inn í hvert sinn.

Texti (e. body) tölvupósts (innheimtumáti er krafa)
Texti fyrir tölvupóst þar sem viðskiptamaður er stilltur á þann hátt að fá reikning í tölvupósti og innheimtumáti er krafa. Hægt er að setja þennan texta inn á áskriftarflokkinn, sem verður þá sjálfgefinn texti í hvert skipti sem reikningar eru búnir til, eða fylla inn í hvert sinn.

Efni tölvupósts (innheimtumáti er ekki krafa)
Texti fyrir tölvupóst þar sem viðskiptamaður er stilltur á þann hátt að fá reikning í tölvupósti og innheimtumáti er ekki krafa. Hægt er að setja þennan texta inn á áskriftarflokkinn, sem verður þá sjálfgefinn texti í hvert skipti sem reikningar eru búnir til, eða fylla inn í hvert sinn.

Texti tölvupósts (innheimtumáti er ekki krafa)
Texti fyrir tölvupóst þar sem viðskiptamaður er stilltur á þann hátt að fá reikning í tölvupósti og innheimtumáti er ekki krafa. Hægt er að setja þennan texta inn á áskriftarflokkinn, sem verður þá sjálfgefinn texti í hvert skipti sem reikningar eru búnir til, eða fylla inn í hvert sinn.

Víddir
Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við skráningarsvæði fyrir víddir. Valin gildi eru skráð á reikninga þegar áskriftarkeyrsla er keyrð, nema áskriftarfærslan sjálf innihaldi önnur gildi fyrir víddir.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband