Launamiðar til skatts

Launabókhald > Uppgjörsvinnslur > Launamiðar til skatts

Launamiðakeyrslu skjámynd skiptist í þrjá hluta þ.e. búin til ný launamiðakeyrsla, yfirlit yfir þegar gerðar launamiðakeyrslur og sundurliðun launþega í launamiðakeyrslu.

Ný launamiðakeyrsla
Slegið er inn launagreiðsluár og síðan smellt á hnappinn Ný launamiðakeyrsla. Kerfið dregur nú saman allar launakeyrslur ársins í eina samtölulínu undir Launamiðakeyrslur. Ef einhverjir launaliðir eru ekki merktir með Nr. á launamiða eða merktir með númeri sem er óþekkt í kerfi RSK koma villuboð. Nr. á launamiða er skráð undir Launabókhald > Viðhald skráa > Launa- og frádráttarliðir.

Launamiðakeyrslur
Meðan launamiðar hafa ekki verið sendir til RSK er hægt að endurreikna keyrslu með því að smella á:

og ef launamiðar hafa ekki verið sendir til RSK þá eyðir Regla sendingunni þar einnig.
Til að senda launamiða til RSK þarf að skrá inn veflykil og smella á Senda launamiða.
Ef eyða á launamiðakeyrslu sem hefur verið send til RSK þarf að skrá inn veflykil áður en smellt er á:

Ef launamiðar hafa verið sendir til RSK er hægt að skoða kvittun RSK fyrir móttöku með því að smella fremst í línuna.

Launþegar í launamiðakeyrslu
Með því að smella á línu undir Launamiðakeyrslur birtir kerfið samtölur allra launþega í launamiðakeyrslu.
Ef launagreiðandi vill sjá sundurliðaða launamiða pr. launþega er það gert með því að skrá sig inn á vef RSK og velja þar sendinguna og síðan prentun launamiða.

Launamiðafærslur launþegar
Með því að smella á línu í listanum undir Launþegar í launamiðakeyrslu birtist skjámynd með sundurliðun launamiðafærslna pr. launþega.Kvittun frá RSK fyrir móttöku launamiða

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband