Ýmis uppgjör

Launakerfi > Uppgjörsvinnslur > Ýmis uppgjör

Hér er birtur listi yfir launakeyrslur. Sjálfvalið er hak við að Sýna eingöngu óuppgerðar launakeyrslur. Það þýðir að eingöngu eru sýndar launakeyrslur þar sem eitthvað af uppgjörsvinnslunum hafa þá stöðu að þær eru ekki uppgerðar. Ef hakið er tekið af birtast allar launakeyrslur óháð stöðu þeirra.

Með því að staðsetja bendil á tannhjól fremst í línu birtist valmöguleiki fyrir öll uppgjör sem tilheyra ýmsum uppgjörum.

Öll uppgjör er hægt að prenta, flytja í pdf, senda í tölvupósti eða flytja í Excel.

Útborguð laun
Yfirlit yfir útborguð laun og sundurliðað eftir því hvort um er að ræða orlof inn á bankareikning eða laun inn á bankareikning.
Með því að skrá inn notanda og lykilorð frá bankanum, smella á hnappinn Senda í banka er gerð greiðsluskrá sem send er beint í banka til greiðslu. Einnig er hægt að smella á hnappinn Staðfesta án sendingar til að staðfesta útborgun launa án þess að senda greiðsluskrá í banka.

Ef búið er að staðfesta eða senda í banka verða hnapparnir óvirkir og birtist þriðji hnappur sem endursendir uppgjörið ef þess þarf.

Greitt orlof
Ef undir Launabókhald > Viðhald skráa > Grunnupplýsingar er hakað við Greiða laun og orlof í einni greiðslu ef sami bankareikningur verður til ein skilagrein fyrir laun og orlof eins og sýnt er hér að ofan en annars verða til sitthvor skilgreining annars vegar fyrir laun og hins vegar fyrir orlof.

Bókhaldsskilagrein
Skilagrein fyrir bókun launafærslna. Með því að smella á Bóka skilagrein bókast færslur yfir í fjárhagsbókhald. Ef fyrirtæki er ekki með fjárhagsbókhald í kerfinu er hnappurinn ekki virkur, en bókhaldsskilagreinin sem slík þjónar samt sínum tilgangi, sjá umfjöllun um vörpun bókhaldslykla.

Staðgreiðsluskilagrein
Skilagrein fyrir staðgreiðslu skatta. Með því að skrá inn veflykil og smella á Senda staðgreiðsluskilagrein er skilagreinin send rafrænt beint til RSK og krafa ætti að verða til fyrir fyrirtækjabanka.
Einnig er hægt að staðfesta skilagrein án þess að senda hana rafrænt með því að smella á Staðfest án sendingar fyrir þá sem ekki geta sent rafrænt.

Skattar utan staðgreiðslu
Áður en skilagrein er send í fyrsta sinn þarf að vera búið að senda beiðni á innheimtumenn ríkissjóðs, sjá kafla 11. Svæðin undir greiðist til þjóna eingöngu þeim tilgangi að geyma upplýsingar sem launagreiðandi þarf að hafa við hendina þegar hann greiðir senda skilagrein eða af einhverjum ástæðum þarf að senda skilagrein með tölvupósti. Þær upplýsingar sem slegnar eru hér inn birtast í svæðunum næst þegar farið er í þessa skilagrein.

Með því að smella á ,,Senda skatta utan staðgreiðlu'' þá sendist skilagrein sem textaskrá til innheimtumanna ríkissjóð sem senda síðar staðfestingaróst með upplýsingum um fjölda færslna og heildarfjárhæð.

Lífeyrissjóðsskilagrein
Birtar eru skilagreinar fyrir iðgjöld til lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Ef skilagreinar fyrir fleiri en einn lífeyrissjóð eru í keyrslu er flett á milli þeirra með því að smella á:

eða með því að skrá inn notanda og lykilorð og smella svo á Senda skilagrein er skilagrein send rafrænt til viðkomandi lífeyrissjóðs þ.e. ef hann er í skilagreinakerfi lífeyrissjóða sem flestir sjóðir eru í, annars kemur athugasemd um það.
Hægt er að láta kerfið muna innslegið lykilorð. Einnig er hægt að staðfesta skilagreinar án þess að senda þær rafrænt með því að smella á hnappinn Staðfest án sendingar fyrir þá sem ekki geta sent rafrænt.
Ef ekki er hægt að senda skilagrein rafrænt er hægt að smella á Sundurliðun og birtist þá sundurliðun á öllum gjöldum til lífeyrissjóðs og stéttarfélags sem hægt er að senda í tölvupósti. Einnig er hægt að smella á táknið fyrir framan ákveðinn launþega og senda hann sérstaklega.

Meðlag
Ef um er að ræða meðlagsgreiðslur einhvers starfsmanns er gerð sérstök skilagrein fyrir það. Þessa skilagrein er svo hægt að senda rafrænt með því að smella á Senda meðlag sem berst þá til viðeigandi stofnunnar.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband