Launaseðlar
Hér er hægt að keyra fyrirspurnir sem fletta upp öllum launaseðlum tiltekins starfsmanns.
Velja þarf starfsmann úr fellilistanum, tímabil sem skoða á og að lokum smella á leita. Þar næst birtist tafla sem inniheldur upplýsingar um alla launaseðla starfsmannsins á völdu tímabili.
Hægt er að opna staka launaseðla með því að smella á í fremsta dálki töflunnar.
Til þess að sækja og sameina alla launaseðla úr töflunni í eina .pdf skrá þarf að smella á hnappinn 'Sækja og sameina launaseðla' sem má finna fyrir neðan töfluna.