Launavinnslur

Launakeyrslu skjámyndskiptist í þrjá hluta þ.e. búin til ný launakeyrsla, yfirlit yfir þegar gerðar launakeyrslur og sundurliðun launþega í launakeyrslu.

Ný launakeyrsla

Valin er tegund launa þ.e. mánaðarlaun eða vikulaun. Launatímabil valið þ.e. dagsetning frá og dagsetning til. Að því búnu er smellt á hnappinn Ný launakeyrsla. Kerfið reiknar nú laun fyrir alla virka launþega fyrirtækis og birtir samtölur úr keyrslu sem eina línu í lista undir Launakeyrslur. Kerfið passar uppá að tímabil sem valið er í keyrslu skarist ekki á við eldri tímabil sem keyrð hafa verið.

Hægt er þó að keyra sama tímabil aftur ef t.d. launþegi hefur gleymst og kemur það þá sem viðbótar launakeyrsla, aðrir launþegar væru þá gerðir óvirkir á meðan . Áður þarf þó að bóka fyrri launakeyrslu.

Aldrei er hægt að hafa fleiri en eina óbókaða launakeyrslu í vinnslu í einu.

Aftast í línunni eru dálkar sem sýna stöðu á uppgjörsvinnslum fyrir viðkomandi launakeyrslu þ.e. er búið að greiða laun, bóka laun, senda staðgreiðslu, senda eldri skatta og senda iðgjöld til lífeyrissjóða.

Launakeyrslur

Hér birtast samtölur úr launakeyrslum.

Meðan bókhaldsskilagrein, staðgreiðsluskilagrein eða lífeyrissjóðsskilagrein hafa ekki verið staðfestar undir Uppgjörsvinnslur > Ýmis uppgjör er hægt að endurreikna launakeyrslu með því að smella á Launakerfi - endurreikna.

Alltaf er hægt að eyða síðustu launakeyrslu með því að smella á FIBSSA~1_img33 en passa þarf þá upp á að þegar launakeyrslan er keyrð aftur og áður sendar skilagreinar breytast við nýja keyrslu að hafa samband við viðkomandi aðila t.d. lífeyrissjóð eða RSK og fá að senda aftur. Ef ný launakeyrsla hefur ekki áhrif á áður sendar skilagreinar eru þær einfaldlega staðfestar án sendingar undir Uppgjörsvinnslur > Ýmis uppgjör.

Ef smellt er á Launakerfi - birta launaseðilbirtir kerfið launaseðla (sjá sýnishorn hér neðar) sem hægt er að prenta, senda í tölvupósti eða flytja í pdf.

Birtur er fyrsti launaseðill í keyrslu og með því að smella á grænu örina efst á seðlinum er flett fram eða aftur í launaseðlum.

Launaseðill

Launþegar í launakeyrslu

Með því að smella á línu undir Launakeyrslur birtir kerfið samtölur allra launþega í launakeyrslu.

Hér er einnig hægt að smella á  til að birta launaseðil ákveðins launþega. Ef launakeyrsla hefur ekki verið bókuð er hægt að eyða einstökum launþegum úr keyrslu með því að smella á  en athuga þarf þó að ef staðgreiðsluskilagrein eða lífeyrissjóðsskilagrein hefur verið send fyrir launþegann þarf að hafa samband við viðkomandi aðila og fá að leiðrétta áður sendar skilagreinar.

Með því að smella á hnappinn Sjá launa - og frádráttarliði birtast allir skráðir launa - og frádráttarliðir launþeganna og með því að smella á línu launþega er farið beint í breytingar og þannig endurreikna viðkomandi launþega á mun hraðvirkari hátt en að endurreikna alla launkeyrsluna.

Með umslaginu er hægt að senda valdar færslur úr listanum í tölvupósti.

Hnötturinn sendir valdar færslur úr listanum í heimbanka. Gjald rafrænna launaseðla í birtingu fer eftir gjaldskrá Landsbankans. Ef hnappurinn er ekki sjáanlegur þá þarf að virkja sendingar launaseðla í heimabanka undir: Launabókhald > Viðhald skráa > Grunnupplýsingar

Sundurliðun pr. launþega

Ef smellt er á línu launþega þar sem samtölur pr. launþega er birt sundurliðun á útreikningi launa eftir launa- og frádráttarliðum  og hægt að breyta þar fjölda og upphæðum en þær breytingar notast eingöngu í launakeyrslunni þ.e. uppfæra ekki það sem skráð er á launþega undir Launabókhald > Viðhald skráa > Launþegar.

Skjámyndin skiptist í þrjá hluta þ.e. grunnupplýsingar launþega í haus, launa-  og frádráttarliðir í miðjunni, og svo heildartölur útreiknings neðst. Með því að velja í flettilista Tegund er valið á milli þess að birta launaliði eða frádráttarliði.

Ef smellt er á línu í lista yfir launa- eða frádráttarliði opnast línan í breytingarham og er þá hægt að breyta %, fjölda og upphæð eins og við á. Þeir liðir sem hafa táknið FIBSSA~1_img6 aftast eru liðir sem ekki eru virkir annaðhvort vegna þess að engin upphæð reiknast eins og t.d. hér að neðan liðurinn Yfirvinnulaun þar sem enginn tímafjöldi var sleginn inn, eða að smellt hefur verið á táknið FIBSSA~1_img42 og liður þannig gerður óvirkur.

Ef einhverju er breytt í liðum endurreiknar kerfið samtölur pr. launþega og launakeyrslu í heild.  

Ef smellt er á hnapp Endurreikna endurreiknast launþegi miðað við grunnforsendur þ.e. eins og skráð er í Skilgreining launþega og þannig eyðast allar breytingar sem slegnar hafa verið inn á liði hér.      

Launaseðill

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband