Innlestur eftirágreidds skatts

Launabókhald > Viðhald skráa > Innlestur eftirágreidds skatts.

Ef ekki þegar verið gert þarf að senda beiðni á innheimtumenn ríkissjóðs á netfangið tbrlaunagr@fjs.is um að fá senda mánaðarlega textaskrá fyrir eftirágreidda skatta.

Senda þarf upplýsingar um:

-Kennitölu fyrirtækis

-Nafn fyrirtækis

-Nafn tengiliðar/móttakanda (geta verið 1-3 móttakendur)

-Netfang tengiliðar

-Heiti launakerfis (Regla)

Innheimtumenn ríkissjóðs senda textaskrá mánaðarlega með álagningu opinberra gjalda sem draga á af launþegum. Þetta er textaskrá með færslulínum og bunkafærslu neðst í skránni. Skráin er lesinn inn með að velja hana úr tölvunni, velja dagsetningu sem frádráttarliðir eiga að bókast á og að lokum smella á „Flytja inn“.

Frádráttarliðir fyrir eftirágreiddan skatt verða skráðir á þá dagsetningu sem valin er við innlesturinn, færslan mun birtast undir launaliðum starfsmanna (sjá mynd fyrir neðan).

Að sjálfsögðu er einnig hægt að skrá þessar upplýsingar inn í Reglu eins og annan frádrátt þó við mælum eindregið með því að lesa inn skránna, enda öruggari leið.

Þegar laun hafa svo verið reiknuð eru skattarnir sendir til innheimtumanna í uppgjörsvinnslunni “Skattar utan staðgreiðslu”.
(Launabókhald > Uppgjörsvinnslur > Ýmis uppgjör)

Þegar þessar leiðbeiningar eru gerðar sumarið 2019 stofnast ekki sjálfkrafa krafa fyrir greiðslum en fjársýslan segir að það sé væntanlegt.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband