Stýringar fyrir innflutning tímaskráninga

Tímaskráningafærslur er hægt að flytja sem comma separated value (csv) skrá beint inn í launakerfið. Til þess að flytja inn færslurnar er valið Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá og valið Tímafærslur í launakerfi. Í handbókinni Stjórnun í kaflanum Flytja inn skrá er nánari lýsing ásamt dæmi um skrá.

Hér eru skilgreindar stýringar fyrir þá skrá sem flytja á inn. Þær stýringar sem fylgja kerfinu eru miðaðar við tímaskráningarkerfið Tímon og ættu notendur þess kerfis ekki að þurfa að breyta neinu hér.

Vörpun launaliði í innlestri
Hér eru skilgreindir þeir launaliðir sem taka á með og í hvaða launaliði þeir eiga að varpast í launakerfinu.

Röð dálka í innlestri
Hér er birtur listi yfir þá dálka sem kerfið gerir ráð fyrir og notandi getur skilgreint hvar þeir dálkar eru.
Röð segir til um númer dálks í csv skrá þar sem fyrsti dálkur er 1. Ef ekki á að taka með dálkinn er hægt að gera hann óvirkan með því að smella á táknip.

Form á dagsetningarsvæðum
Mismunandi kerfi geta verið að vinna með dagsetningar á mismunandi formum. Hér getur notandi skilgreint viðeigandi form fyrir dagsetningu á csv-skránni, dd=dagur, mm=mánuður og yy=ár eða yyyy=öld og ár
Formið má innihalda punkt.
Þannig er t.d. dd.mm.yyyy gilt form.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband