Vörpun bókhaldslykla
Hugsanlegt er að fyrirtæki sé ekki að nota fjárhagsbókhaldið í kerfinu og geti því ekki nýtt sér beina bókun úr launakerfi yfir í fjárhagsbókhald. Samt sem áður er hægt að prenta bókhaldsskilagrein úr kerfinu sem nýtist þá við handvirka bókun í annað fjárhagsbókhald.
Til þess að gera þetta mögulegt er hægt að skilgreina hér að ákveðinn lykill í fjárhagsbókhaldi kerfisins eigi að breytast yfir í einhvern annan lykil sem er þá til í því fjárhagsbókhaldskerfi sem fyrirtækið er að nota.
Einnig er hægt að skrá inn breytt heiti á bókhaldslykli. Ef ekki er skráð í það svæði er notað heiti lykils eins og það kemur fyrir í fjárhagsbókhaldi kerfisins.