Launþegar

Launakerfi > Viðhald skráa > Launþegar

Til að virkja starfsmenn sem launþega er valið Viðhald skráa > Launþegar og birtist þá listi yfir alla skráða starfsmenn hjá fyrirtækinu. Þeir starfsmenn sem birtast þarna í byrjun eru þeir starfsmenn sem skráðir hafa verið sem notendur að kerfum.

Til að bæta við nýjum launþega er smellt á hnappinn Skrá nýjan launþega og eru þar skráðar grunnupplýsingar fyrir starfsmann. Eftir þetta birtist starfsmaður á fyrrgreindum starfsmannalista í launakerfi og með því að smella á línu birtast grunnupplýsingar fyrir launþega og skal klára skráningu þar.

Áður en þessi skráning er kláruð þarf hugsanlega að skrá lífeyrissjóði og stéttarfélög sem lýst er hér að neðan. Til að gera starfsmann virkan í launakerfi er annað hvort hakið “Óvirkur” í grunnupplýsingum tekið af eða smellt á táknið  FIBSGE~1_img5í starfsmannalistanum.

Starfsmannalisti

Á þessum lista birtast allir þeir sem eru skráðir sem starfsmenn í fyrirtækinu.

Í byrjun birtast þeir með tákninu FIBSSA~1_img6 aftast í línu sem merkir að þeir eru ekki virkir sem launþegar.

Með því að smella á línu birtist skjámynd Skilgreining launþega þar sem skrá þarf nauðsynlegar viðbótarupplýsingar fyrir launþega.

Launþegi er gerður virkur með því að taka hakið af svæðinu Óvirkur í skjámynd Skilgreining launþega.

Einnig er hægt að gera launþega virkann með því að smella á  táknið FIBSSA~1_img6 í starfsmannalista sem breytist þá í clip0001

Til að breyta nafna/heimilis upplýsingum launþega er smellt á táknið fremst í línu.

Til þess að bæta við launþega á listann er smellt á Skrá nýjan launþega.

Skrá nýjan launþega og skilgreining

Með því að smella á Skrá nýjan launþega í starfsmannalista er hægt að skrá launþega sem ekki hefur áður verið skráður sem starfsmaður í fyrirtækinu.

Skilgreining launþega felst annars vegar í því að skilgreina grunnupplýsingar fyrir æaunþegann sem eru vinstra megin á skjámyndinni og síðan að velja þá launa- og frádráttarliði sem tilheyra launþeganum og eru hægra megin á skjánum.

Grunnupplýsingar:

Hér eru skilgreindar ýmsar grunnupplýsingar launþega. Áður en þessi skráning er gerð þarf að athuga að skilgreiningar séu til fyrir lífeyrissjóð og stéttarfélag sem launþegi tilheyrir sjá Launabókhald > Viðhald skráa > Lífeyrissjóðir og Launabókhald > Viðhald skráa > Stéttarfélög. Til að launþegi birtist sem birkur á starfsmannalista skal taka hakið af svæðinu Óvirkur. Flest svæðin á þessari skjámynd skýra sig sjálf kannski að undanskyldum þessum:

Laun hjá öðrum
Ef að launþegi þiggur laun frá öðrum vinnuveitanda þarf að skrá þau laun hér inn þannig að kerfið reikni rétt staðgreiðslu skatta.

Eldri ónýttur persónuafsláttur
Ef launþegi á eldri uppsafnaðann ónýttan persónuafslátt skal hann færður hér inn.

Eldri ónýttur persónuafsláttur frá maka
Ef launþegi getur nýtt ónýttan persónuafslátt frá maka skal hann færður hér inn.

Áður ofdregin staðgreiðsla
Ef dregið hefur verið of mikið af launþega í staðgreiðsluskatta er hægt að leiðrétta það í launkeyrslum sem síðar koma.
Þegar laun eru bókuð sér kerfið um að uppfæra eldri ónýttan persónuafslátt þannig að hann sé réttur fyrir næstu launakeyrslu og núllar hann svo út um áramót.

Reikna orlofstíma á dagvinnulaun
Ef orlof er ekki reiknað til greiðslu er hér hægt að velja að reiknaðir séu orlofstímar sem safnast upp á launþegann. Neðst á launaseðli sést þá alltaf uppsafnaðir orlofstímar, notaðir og eftirstöðvar. Ef hakað er við þetta koma sjálfsvirkt inn launaliðir 191-Orlofstímar og 192-Notaðir orlofstímar. Þegar orlof er svo greitt út þá skal nota launalið 192-Notaðir orlofstímar.

Reikna orlofstíma á yfirvinnulaun
Sama lýsing og að ofan. En valið hér hvort einnig eigi að reikna orlofstíma á yfirvinnulaun. Ekki er hægt að velja orlofstíma eingöngu á yfirvinnulaun.

Vinnutímar í mánuði
Ef reiknaðir eru orlofstímar á föst mánaðarlaun, vikulain eða hálsmánaðarlaun, þarf að skrá hér hversu margir vinnutímar eru í mánuði svo hægt sé að reikna út tímakaup. Vinnutímar í mánuði eru mismunandi eftir mismunandi samningum stéttarfélaga t.d. fyrir skrifstofufólk hjá VR eru þeir 160 en fyrir afgreiðslufólk 170.

Undanþeginn staðgreiðslu skv. tvísköttunarsamningi
Ef ríkisskattstjóri hefur staðfest að launþegi sé undanþeginn staðgreiðslu vegna tvísköttunarsamnings er hakað hér við. Athugið að ef staðfesting liggur ekki fyrir hendi hjá ríkisskattstjóra þá er ekki hægt að senda staðgreiðsluskilagrein.

Erlendur sérfræðingur, staðgreiðsla af 75% launa
Ef launþegi er skilgreindur sem erlendur sérfræðingur hjá ríkisskattstjóra þarf hann ekki að greiða staðgreiðslu nema af 75% launa.

Starfsmenntasjóðs % ef önnur en á stéttarfélagi
Ef launþegi á að greiða aðra prósentu í starfsmenntasjóð en skilgreind er undir stéttarfélagi skal skrá þá prósentu hér. Ef hann á ekki að greiða neitt skal hakað aftan við ,,Undanþeginn''.

Kennitala eiganda bankareikninga ef ekki launþegi
Ef það þarf að greiða laun inn á bankareikning sem er ekki í eigu launþega er kennitala eiganda þess bankareiknings skilgreind hér, t.d. gætu hjón verið með sameiginlegan bankareikning eða börn ekki haft eigin bankareikning.

Séreignasjóður 2
Launþegi getur valið að borga í tvo séreignasjóði. Með því að smella á táknið opnast svæði til að skrá upplýsingar um annan séreignasjóð.

Launa- og frádráttarliðir

Hér eru valdir þeir launa- og frádráttarliðir sem eiga við launþega. Oft er um að ræða sömu eða svipaða liði hjá öllum starfsmönnum fyrirtækis og er þá hægt að velja sömu liði og einhver annar starfsmaður hefur með því að velja starfsmann í flettilistanum Velja sömu og. 
Töluvert af liðum fylgir kerfi við uppsetningu og líklega flestir þeir sem venjulegt fyrirtæki þarf. Fyrirtæki getur þí bætt við eigin launa- og frádráttarliðum undir Launabókhald > Viðhald skráa > Launa- og frádráttarliðir.
Hér eru skráðar upphæðir eins og t.d. á liðin Mánaðarlaun og einnig fjöldi ef við á eins og t.d. á liðinn Yfirvinnulaun. Upphæðir sem eru slegnar hér inn haldast í næstu launakeyrslum en fjölda tölur núllstillast, einnig núllstillast upphæðir á frádráttarliðum.
Eftir að laun hafa verið reiknuð er hægt að breyta einstaka launa- og frádráttarliðum á launþega þ.e. %, fjölda og upphæðum.
Ef valið er að endurreikna launakeyrslu í heild eða ákveðinn launþega þá er það alltaf gert út frá þeim forsendurm sem hér eru skráðar.
Hægt er að fyrirframskrá á launa- og frádráttarliði með því að smella á táknmyndina og þá birtist þessi skjámynd:

Þetta gefur möguleika á að skrá t.d. eftirágreiddan skatt (eftir álagningu) niður á mánuði strax og yfirlit berst frá skatti. Einnig t.d. að skrá fyrirfam ákveðna launabreytingu frá og með ákveðnum mánuði. Ef innskráð dagsetning er innan launtímabils launakeyrslu er skáningin tekin með í þá launakeyrslu.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband