Stýringar, verkbókhald

Hér eru skráðar ýmsar stýringar í verkbókhaldi

Verkbeiðni:

Birta undirritun á verkbeiðni
Á að birta línu til undurritunar verkbeiðni? Einnig er hægt að skilgreina texta sem birtist undur undirritunarlínunni.

Senda verkbeiðni sjálfkrafa eftir tímaskráningu
Verkbeiðni er send sjálfkrafa í tölvupóst um leið og tímaskráning á sér stað.

Sýna hnappinn ''senda verkbeiðni'' í tímaskráningu
Verkbeiðni send handvirk.

Verkbeiðni, titill tölvupósts
Hér er hægt að velja sjálfgefinn titil fyrir verkbeiðnir sem sendar eru með tölvupósti. Eftirfarandi kóðum er skipt út fyrir texta:

  • {project-id} - Auðkennisnúmer verks
  • {project-name} - Heiti verks
  • {work-id} - Auðkennisnúmer tímaskráningar
  • {work-registeres} - Dagsetning (og tími) tímaskráningar
  • {work-sold-hours} - Fjöldi útskuldaðra tíma
  • {work-description} - Lýsing tímaskráningar
  • {work-notes} - Athugasemdir tímaskráningar
  • {work-employee-name} - Starfsmaður

Verkbeiðni, meginmál tölvupósts
Hér er hægt að velja sjálfgefið meginmál fyrir verkbeiðnir sem sendar eru með tölvupósti. Sömu kóðar og tilgreindir eru fyrir ofan fyrir Verkbeiðni, titill tölvupósts eru notaðir hér.

Texti sem kemur neðst á verkbeiðni
Hér er hægt að setja inn texta sem skýrir nánar ábyrgðarskilmála eða annað sem koma þarf fram neðst á verkbeiðni/verklýsingu sem send er viðskiptavinum.

Útskuldun/reikningar:

Hengja verkbeiðni sjálfvirkt á reikning í útskuldun
Ef hakað er við mun verkbeiðni fylgja reikningum sjálfvirkt í útskuldun.

Setja heiti verks í textasvæði á vörulínu reiknings
Ef í útskuldun á verk eru hugsanlega sameinuð mörg verk á einn reikning er nauðsynlegt að haka við hér ef greiðandi reiknings þarf að sjá sundurliðun á hvert verk á reikningi.
Ef hins vegar reglan er sú að gera einn reikning pr. verk er þetta óþarfi því heiti verks kemur þá í reikningshausinn.

Setja nánari verklýsingu sem athugasemd á reikning
Ef hakað við er nánari lýsing sem skráð er á verkið sett sem athugasemd á reikninginn þegar farið er í útskuldun. Þetta á þó eingöngu við ef notandi velur ekki að sameina fleiri en eitt verk á sama reikning í útskuldun.

Setja nafn starfsmanns í textasvæði á vörulínu reiknings
Ef hakað við er nafn starfsmanns sem vann verkið, þ.e. tímar eru skráðir á, bætt í vörulínur á reikningi.

Setja dagsetningu í textasvæði á vörulínu reiknings
Ef hakað er við mun dagsetning verksins vera bætt við vörulínu á reikning.

Setja lýsingu í textasvæði á vörulínu reiknings
Ef hakað er við mun lýsing vera bætt við vörulínu reiknings.

Ekki leyfa útskuldun nema verki sé lokið
Ef hakað er við hér er ekki hægt að velja þau verk sem ekki hafa stöðuna lokið þegar verið er að vinna í útskuldun annars er leyft á útskulda á verk sem eru í vinnslu.

Vörunúmer/taxtar starfsmanna eingöngu veljanlegir við útskuldun
Ef hakað við getur starfsmaður ekki valið þann tímataxta sem skráð vinna fer á. Taxtinn er eingöngu valinn þegar farið er í útskuldun undir Verkbókhald > Útskuldun > Skrá reikninga fyrir tíma og vörur.
Að sjálfsögðu man kerfið þann texta sem valinn var á starfsmann við síðustu útskuldun en hægt er að breyta taxtanum við hverja útskuldun.

Leyfa útskuldun reikninga í gegnum sölukerfið
Ef hakað við millilendir reikningur í sölukerfinu eins og hann hefði verið skráður þar og þar er hægt að breyta og bæta við alveg eins og ef reikningur hefði verið skráður beint í sölukerfinu.
Ekki er þó leyft að breyta magni eða eyða vörulínum sem innihalda vörunúmer sem tilheyra birgðabókhaldi, ef leiðrétta þarf slíka vörulínur þarf að gera það með því að skrá nýjar vörulínur með magni í mínus eða plús.

Farsímaviðmót:

Leyfa skráningu beint á verk í farsímaviðmóti
Notandi einfaldlega ákveður hvort leyfilegt sé að skrá beint á verk úr farsímaviðmóti eða ekki.

Leyfa skráningu á lýsingu í farsímaviðmóti
Notandi einfaldlega ákveður hvort leyfilegt sé að skrá lýsingu beint úr farsímaviðmóti eða ekki.

Leyfa skráningu á athugasemd í farsímaviðmóti
Notandi einfaldlega ákveður hvort leyfilegt sé að skrá athugasemd beint út farsímaviðmóti eða ekki.

Útskuldun sjálfgefið gildi í farsímaviðmóti
Valið hvort útskuldun sé sjálfgefið gildi þegar notað er farsímaviðmótið.

Annað:

Má stofna tvö eða fleiri verk með sama heiti
Ef ekki hakað við neitar kerfið að stofna verk sem hefur sama heiti og annað verk sem til er. Þetta er t.d. mjög hentugt ef notandi skráir ákveðið verknúmer sem verkheiti.

Einungis leyfilegt að skrá eina tímaskráningu á hvert verk
Skorður á það að einungis er hægt að skrá eina tímaskráningu á hvert verk.

Nota mínútur og klukkustundir við verkskráningu
Skrá tímasetningu, au dagsetningar.

Mínútubil í skráningu er margfeldi af
Notandi velur það mínútubil sem hægt er að skrá á verk. Dæmi ef valið er 10 myndi tímaskráning líta svona út:

Sýna raðnúmer tíma- og vöruskráningar
Ef þörf er á auðkenni hverrar tíma- og vöruskráningarfærslu.

Hlutfallslegur dagafjöldi fyrirspurnar í verk- og vöruskráningu (frá - til)
Hversu marga daga fram og aftur í tímann yfirlit yfir skráningar nær.

Notandi hefur skoðunaraðgang að verkum greiðanda
Eins og áður hefur verið skírt hér að framan undir Fyrirspurnir viðskiptavina í verk er hér hægt að setja inn skilgreiningu þannig að ákveðinn notandi í Reglu sem getur verið vipskiptavinur/greiðandi á verki hafi skoðunarréttindi á þau verk sem unnin eru fyrir hann.
Eftir hvert skipti sem notandi og greiðandi er valinn hér þarf að smella á Uppfæra hnappinn þar fyrir neðan.

Innlestur á auðkennisnúmerum
Ef fyrirtæki er með viðgerðarþjónustu fyrir ákveðin tæki samkvæmt skrá yfir einkennisnúmer tækis (auðkennisnúmer) er hægt að lega slíka skrá inn í kerfið undir Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá. Sjá nánar

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband