Fyrirspurnir

Regla býður uppá öflugt fyrirspurnarkerfi.  Hægt er að skoða helstu upplýsingar um verk, hversu mikið var unnið, hvaða vörur eru skráðar hversu mikið var útskuldað og svo framvegis. Þá er hægt að sjá einungis samtölur og/eða einungis útskuldaða tíma.

Til þess að velja stök verk þarf að byrja á því að velja ákveðinn greiðanda, það er gert með því að afhaka við Allir greiðendur, slá inn nafn eða kennitölu greiðandans og smella á gleraugun. Ef kerfið annað hvort finnur engan eða fleiri en einn þá kemur upp listi með greiðendum, til þess að velja greiðanda úr þeim lista er nóg að smella á viðeigandi línu. Um leið og einn stakur greiðandi er valinn koma upp öll þau verk sem skráð eru á hann.

Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við svæði undir Sía svo hægt sé að gera fyrirspurnir eftir einstökum víddum.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þér frekari aðstoð? Hafðu samband Hafðu samband