Stýringar, sölukerfi

Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar

Reikningar:

  1. Ekki breyta tegund reiknings milli skráninga
    Tegundir reikninga munu haldast óbreyttir milli skráninga þeirra.
  2. Sjálfvirk skráning vörulínu þegar flett er upp eftir strikamerki
    Um leið og vara er skönnuð í skráningu sölureikninga er hún skráð með 1 í magn og næsta vörulína síðan tilbúin fyrir skráningu.
  3. Sjálfvirk skráning vörulínu þegar flett er upp eftir öðru en strikamerki
    Um leið og vara er skráð (ekki skönnuð) í skráningu sölureikninga er hún skráð með 1 í magn og næsta vörulína síðan tilbúin til skráningu.
  4. Ekki sýna aukastafi í einingaverði á reikning
    Einingaverð á vörulínum reiknings alltaf sýnd án aukastafa.
  5. Hoppa sjálfvirkt í einingaverði ef það er núll
    Ef ekkert einingaverð er skráð á vöru fer bendill beint í innskráningarsvæði einingaverðs í skráningu sölureikninga.
  6. Leyfa að afrita reikning í kredit afhendingarseðil
    Ef hakað er í stýringuna verður leyfilegt að taka afrit af reikningum í kredit afhendingarseðli.
  7. Sýna eingöngu magn á afhendingarseðlum
    Eingöngu magnupplýsingar birtast, þ.e. engar verðupplýsingar. Þetta á við bæði afhendingarseðla og afgreiðsluseðla.
  8. Sýna eingöngu samtals afslátt á afhendingarseðlum
    Afsláttur er þá ekki sýndur við á hverri vörulínu, eingöngu samtals afsláttur með samtölu reiknings. Þetta á við bæði afhendingarseðla og afgreiðsluseðla.
  9. Ekki sýna viðbótarstafi kennitölu (umfram 10) á útprentuðum reikningi
    Kennitala á útprentuðum reikningum verður alltaf sýnd á viðbótarstafa.
  10. Birta magneiningu í vörulínu á reikningi
    Stýring um hvort eigi að sýna magneiningu sem vara býr yfir í reikning eða ekki.
  11. Skráning reikninga: sýna raðnúmer í skráningu og prentun. Forskeyti í útprentun
  12. Skráning reikninga: sýna lotunúmer
  13. Skráning reikninga: sýna gildistíma
  14. Leyfa val á lager í skráningu reikninga
  15. Texti getur innihaldið fleiri en eina línu í skráningu reikninga
  16. Sækja síðasta efni og meginmál tölvupósts sjálfkrafa fyrir reikninga
  17. Sjálfgefinn viðskiptavinur í sölu
    Sjálfgefið viðskiptanúmer í skráningu sölureikninga. Viðskiptanúmerið er þá valið ef ýtt er á Enter í stað þess að skrá/velja viðskiptanúmer.
  18. Einingaverð í skráningu reikninga með vsk
  19. Einingaverð birt á reikningu með vsk
  20. Stutt vörulýsing birt á reikningi - þó aðeins þegar viðskiptavinur er erlendur
  21. Leiðbeinandi smásöluverð (RRP) á reikningum til heildsöluviðskiptavina
  22. Leyfa sambland af reikningi/kröfu og öðrum greiðslum á reikning
  23. Búa til CSV samantekt úr afhendingarseðlum
  24. Sleppa að senda reikninga með núllvirði í tölvupósti

Vörur:

  1. Skilgreina þarf vöruflokka fyrir allar vörur
    Skilgreining hvort gerð sé krafa um að vöruflokkur sé valinn fyrir allar skráðar vörur.
  2. Fjölbreyttar vörur: Þegar vara er uppfærð: Er verð á undirvöru uppfært
  3. Fjölbreyttar vörur: Þegar vara er uppfærð: Er heildsöluverð á undirvörum uppfært
  4. Fjölbreyttar vörur: Þegar vara er uppfærð: Er kostnaðarverð á undirvörum uppfært
  5. Sýna röðunarnúmer í vöruskráningu
  6. Sýna samanburðarmælieiningu í vöruskráningu
    Val hvort samanburðarbælieining sé sýnd eða ekki í vöruskráningu.
  7. Ekki hreinsa vöruform eftir að vara hefur verið uppfærð
    Val hvort vöruform sé hreinsað eða ekki eftir uppfærslu.
  8. Kostnaðarverð og álagningarprósenta sýnileg í vöruskráningu
  9. Sýna forgang í skráningu vörutaxta
  10. Sýna stillingu fyrir grunnverð í skráningu vörutaxta
  11. Leyfa framboðs vörutaxta
  12. Mynstur fyrir sjálfvirkt hækkandi vörunúmer
    Hér er hægt að velja mynstur vörunúmera ef þau eru framleidd sjálfvirkt. Valið er ##### ef þú vilt 5 stafa vörunúmer og ef vörunúmer eru þegar til þá velur regla næsta vörunúmer miðað við hæsta gildi sem er þegar til.
  13. Sjálfgefið að merkja vöru í birgðabókhaldi
    Ef hakað er í þessa stýringu verður ávallt sjálfgefið að haka sé í "Er vara í birgðabókhaldi" þegar ný vara er stofnuð. Einnig birtist annað box "Velja þarf birgja" sem hægt er að haka í ef þessi stýring er valin. Ef "Velja þarf birgja" er valið er ekki hægt að stofna vöru í sölukerfinu án þess að búið sé að skrá vöru í birgðabókhald og birgi valinn fyrir vöruna.
  14. Sleppa birgðaskráningu á undirvörum vegna sölu á samsettum vörum
  15. Vörunúmer fyrir inneign
    Hér er hægt að velja vörunúmer fyrir inneign í sölukerfinu.
  16. Gjafabréf sem vörusala
    Ef hakað er í stýringuna eru gjafabréf seld eins og hver önnur vörusala og þarf því næst að velja vörunúmer fyrir gjafabréfin.
  17. Vörunúmer fyrir gjafabréf
    Hér er hægt að velja vörunúmer fyrir gjafabréf í sölukerfinu.

Kassakerfi:

Stýringar vegna afgreiðslukerfis Reglu og eru ekki notuð nema í samráði við Reglu enda þarf frekari uppsetningum á sölustað til þess að þær virki.

Greiðslumöguleikar:

Stýringar vegna afgreiðslukerfis Reglu og eru ekki notuð nema í samráði við Reglu enda þarf frekari uppsetningum á sölustað til þess að þær virki.

Tax Free:

Stýringar vegna afgreiðslukerfis Reglu og eru ekki notuð nema í samráði við Reglu enda þarf frekari uppsetningum á sölustað til þess að þær virki.

Strikamerki:

Stýringar vegna afgreiðslukerfis Reglu og eru ekki notuð nema í samráði við Reglu enda þarf frekari uppsetningum á sölustað til þess að þær virki.

Vefverslun:

Stýringar vegna vefverslunarkerfis Reglu og eru ekki notuð nema í samráði við Reglu enda þarf frekari uppsetningum á sölustað til þess að þær virki.

Annað:

Sjálfgefinn innheimtumáti viðskiptamanna
Hér er hægt að velja hvernig innheimtumáti mun vera sjálfgefinn í sölukerfinu.

Sýna framlegð
Undir þessari stýringu er hægt að ákveða hvaða notendur geta séð framlegð. Velja þarf notenda úr fellilistanum og haka í Sýna til þess að gefa viðkomandi aðgang að framlegð.

Tölvupóstur úr vefþjónustu fer frá
Hér er hægt að ráða frá hvort tölvupóstfang starfsmanns eða fyrirtækis sé sjálfgefið þegar verið er að senda tölvupósta úr Reglu.

Virkir innheimtumátar
Mögulegum innheimtumátum við reikningagerð hefur fjölgað mjög í gegnum tíðina og oft eru fyrirtæki eingöngu að nota hluta af þeim. Nú er hægt að velja hvaða innheimtumátar eru í boði í Reglu.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband