Kröfustillingar

Nauðsynlegar stillingar í sölukerfi Reglu, til þess að hægt sé að senda kröfur á viðskiptavini í bankann.

Regla býður upp á að fyrirtæki hafi allt að  tvær gerðir krafna, A og B.  Í viðskiptamannaspjaldinu er skráð hvaða kjör viðkomandi hefur.

clip0057

Í Reglu er hægt að meðhöndla kröfur á  tvenns konar máta:

clip0059

1.  Senda í banka

    Kröfur sendast beint í bankann um leið og reikningurinn er skráður.

2.  Senda í bunka

    Kröfur sendast í bunka í Reglu, um leið og reikningurinn er skráður.

    Kröfur safnast fyrir inn í bunkanum og fara þarf inn í  Sölukerfi > Kröfur > Kröfuvinnsla til þess að senda kröfurnar í bankann.

Kröfur A og B

Eins og áður hefur komið fram býður kerfið upp á að fyrirtæki hafi allt að tvær innheimtuþjónustur. Til þess að nýta þessar þjónustur þarf að vera búið að stofna í það minnsta eina í banka, ef ekki er til samsvarandi þjónusta í bankanum er ekki hægt að senda kröfurnar í bankann. Þetta getur komið sér illa þar sem kerfið leyfir sendingarnar en bankinn kannast ekki við þær, þess vegna er mjög mikilvægt að þjónustan sé til í bankanum. Slá þarf inn í Reglu kerfið sumar af þeim upplýsingum sem koma frá bankanum, ef slegin eru inn önnur gildi í Reglu kerfið en samið var í bankanum yfirritar Reglu kerfið það sem stendur í bankanum. Þetta á þó hvorki við um  Númer banka né Auðkenni, ekki er mælt með að breyta þeim upplýsingum.

Til þess að virkja þjónustu í kerfinu þarf að fylla út í  Númer banka og Auðkenni reitina og haka svo við reitinn sem er vinstra megin við textann í hausnum, hinir reitirnir eru valfrjálsir ef ekki er fyllt út í þá eru staðalgildi notuð, að lokum þarf svo að smella á Uppfæra hnappinn. Öll gjöld á síðunni miðast við krónur.

Númer banka
Númer bankans þar sem þjónustan var stofnuð (t.d. 0111 fyrir austurbæjarútibú Landsbankans).

Auðkenni
Auðkenni þjónustunnar, þessar upplýsingar fást hjá bankanum þegar þjónustan er stofnuð (t.d. 037). Til eru hundruðir gerða af innheimtuþjónustum og allar hafa þær einkvæm auðkenni. Þegar fyrirtæki ákveður að nýta sér kröfur þá þarf að tala við banka og ákveða í sameiningu hvaða þjónusta hentar fyrirtækinu best, þá fær fyrirtækið einnig auðkenni þeirrar þjónustu sem verður fyrir valinu.

Í flestum tilfellum eru þriggja stafa auðkennisnúmer eftirfarandi hjá þessum bönkum (í undantekningar tilfellum eru þau þó önnur)
Arion Banki: 001
Íslandbanki: IAA
Landsbankinn: 037

Gjalddagaregla
Gjalddagi er sú dagsetning sem krafan á að borgast, að sjálfsögðu er hægt að greiða kröfuna fyrir þann tíma.
Til þess að kerfið geti reiknað út gjalddaga þarf að gefa upp reglu. Í raun þarf einungis að gefa upp tölustaf sem segir til um hversu mörgum dögum eftir að krafan sé stofnum gjalddagi sé. Athugið ef krafa er sett í biðröð þá miðast reglan við þá dagsetningu sem krafan er búin til en ekki hvenær hún er send í bankann. Ef til dæmis sett er inn 20 þá er gjalddagi settur tuttugu dögum eftir að krafan er stofnuð.

Eindagaregla
Eindagi er síðasti dagurinn sem hægt er að greiða kröfuna án þess að reiknaðir séu dráttarvextir, dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ekki eindaga.
Til þess að kerfið geti reiknað út eindaga þarf að gefa upp reglu. Í raun þarf einungis að gefa upp tölustaf sem segir til um hversu mörgum dögum eftir að krafan sé stofnuð eindagi sé. Athugið ef krafa er sett í biðröð þá miðast reglan við þá dagsetningu sem krafan er búin til en ekki hvenær hæun er send í bankann. Ef til dæmis sett er inn 30 þá er eindagi settur þrjátíu dögum eftir að krafan er stofnuð.

Niðurfellingardagur
Niðurfellingardagsetning er sú dagsetning sem krafan fellur niður ef hún hefur ekki þá þegar verið borguð.
Til þess að kerfið geti reiknað út niðurfellingardag þarf að gefa upp reglu. Í raun þarf einungis að gefa upp tölustaf sem segir til um hversu mörgum dögum eftir að krafan sé stofnuð niðurfella á kröfuna. Athugið ef krafa er sett í biðröð þá miðast reglan við þá dagsetningu sem krafan er búin til en ekki hvenær hún er send í bankann. Ef til dæmis sett er inn 365 þá er krafan felld niðru ári eftir stofnun hennar.

Seðilgjald
Seðilgjald er það gjald sem viðskiptamaður þarf að borga fyrir útreikninga, útprentun og póstsendingu greiðsluseðils.

Má greiða inn á kröfu
Ef hakað er við þennan reit má greiða inn á kröfuna, þannig að ekki þarf að greiða kröfuna í einu lagi. Ef krafan er upp á tuttugu og fimm þúsund krónur má til dæmis greiða fyrst tíu þúsund krónur inn á hana og svo kannski restina ellefu dögum síðar.

Vanskilagjald
Vanskilagjald er það gjald sem viðskiptamaður þarf að borga ef hann nær ekki að borga kröfuna á tilsettum tíma. Gefið er möguleika á allt að tveimur töxtum eftir því hversu sein greiðslan er.
Dagar eftir eindaga segir til um hversu mörgum dögum eftir eindaga gjaldið skuli reiknast á kröfuna og Gjald er svo aftur gjaldið sem reiknast á kröfuna. Á myndinni hér að ofan má sjá að tíu dögum eftir eindaga leggst 450 króna gjald á kröfuna. Fimmtán dögum síðan, tuttugu og fimm dögum eftir eindaga leggst svo 900 króna gjald á kröfuna. Athugið að þessi gjöld leggjast ekki saman, tuttugu og fimm dögum eftir eindaga er vanskilagjaldið 900 krónur en ekki 1350 krónur eins og ætla mætti.

   

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband