Kröfuvinnsla
Í Reglu er hægt að senda kröfur í banka með mjög einföldum hætti.
Fyrsta skrefið er að virkja þjónustuna hér.
Í Reglu er hægt að meðhöndla kröfur á tvenns konar máta, annars vegar senda þær beint í bankann um leið og reikningurinn er skráður og hins vegar setja þær á bið, leiðbeiningar um hvernig þessu er stýrt eru hér.
Hægt er að velja hvaða kröfur sem er og senda í bankann en það þurfa ekkert endilega að vera þær elstu þó að svo sé oftast raunin. Þetta er gert með því að haka við viðeigandi raðir, einnig er hægt að velja allar raðirnar með því að haka við hausinn á fremsta dálkinum. Síðan er smellt á Senda í bankann hnappinn efst til vinstri. Ef þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert eftir að kerfið var opnað kemur upp sams konar innsláttargluggi og kemur þegar verið er að stofna kröfur án þess að setja þær í biðröð. Á meðan verið er að senda kröfurnar kemur upp lítil mynd sem gefur til kynna að kerfið sé að vinna og Senda í bankann hnappurinn er gerður óvirkur, það að senda kröfu í bankann getur tekið einhvern tíma og ekki er mælt með að vinna við annað í kerfinu á meðan verið er að senda kröfur.
Einnig er boðið upp á að skoða stöðuna á sendum kröfum, þegar komið er inn á þá skjámynd sjást einungis þrír hnappar og einn fellilisti. Til þess að skoða sendar kröfur þarf að velja þá stöðu sem óskað er eftir, tímabil og smella á Sækja kröfur hnappinn. Þá kemur upp listi yfir þær kröfur sem sendar hafa verið í bankann.
Einnig er hægt að velja kröfu úr listanum og fella hana niður eða endursenda hana í bankann.
Undir Kröfur sendar frá öðrum kerfum er hægt að skoða kröfur sem hafa orðið til öðruvísi en með gerð reikninga í Reglu t.d. ef kröfur hafa verið stofnaðar beint í fyrirtækjabanka.
Allar skjámyndirnar með upplýsingum um kröfur bæði sendar og ósendar bjóða upp á Prentsýn þaðan sem hægt er að prenta, senda í tölvupósti, flytja í pdf og Excel.
Hægt er að velja "Staðan á sendum kröfum" og sjá þá stöðu fyrir gefið tímabil og eftir viðskiptavin.