Viðskiptamannalisti

Viðskiptamannalistann má finna undir fyrirspurnahlutverkinu á trénu vinstra megin. Þegar smellt er á hnappinn kemur upp nýr gluggi sem inniheldur einungis viðskiptamannalistann. Efst til hægri eru allar þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma á listann og neðst kemur fram fjöldi viðskiptamanna á listanum.

Boðið er upp á fjórar aðgerðir, færa listann í Excel, færa listann í PDF, senda hann í tölvupósti sem viðhengi og prenta listann. Hafa skal í huga að þessar aðgerðir geta tekið allt að mínútu ef listinn er stór.

Leit.

Hér getur þú slegið inn hluta af nafni, kennitölu, heimilisfangi, bæjarfélagi, símanúmeri eða tölvupóstfangi, sem leita á að.

Staða.

Taka skal hak úr Sýna einungis virka viðskiptamenn ef einnig skal sýna óvirka viðskiptamenn.

Flokkar.

Haka skal við Velja viðskiptamannaflokk(a) og velja síðan flokk(a) ef ætlunin er að fá lista yfir viðskiptamenn í tilteknum flokki/flokkum. Annars skal haka við Óháð viðskiptamannaflokkum.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband